Vísindamaðurinn í fallegu lopapeysunum heiðraður í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 18:21 Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Kristinn Ingvarsson Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur verið kjörinn heiðursfélagi hjá Sambandi bandarískra jarðvísindamanna (American Geophysical Union - AGU) fyrir rannsóknir sínar og framlag á sviði jarðeðlisfræði. Greint er frá þessu á vef Háskóla Íslands. Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum. Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Þar segir að Freysteinn sé í hópi rúmlega 50 vísindamanna sem hlotnast þessi heiður í ár en aðild að AGU eiga yfir 130 þúsund vísindamenn á sviði jarð- og geimvísinda. AGU stuðlar að framþróun jarð- og geimvísinda um allan heim með ýmsum hætti, m.a. með útgáfu tímarita, ráðstefnu- og fundahaldi og mikilvægum stuðningi við unga vísindamenn á umræddum sviðum. AGU hefur undanfarin 60 ár heiðrað framúrskarandi vísindamenn fyrir framlag þeirra til fræðanna. Minna en 0,1% félaga hlotnast þessi heiður árlega. Freysteinn er annar vísindamaðurinn á Íslandi sem hýtur þessa heiðursnafnbót (AGU fellow), en 20 ár eru síðan Leó Kristjánsson var heiðraður fyrir rannsóknir á segulsviði jarðar sem lesa má úr hraunlögum Íslands. Í umsögn samtakanna segir að Freysteinn hafi orðið fyrir valinu vegna framúrskarandi árangurs á sínu rannsóknasviði, en hann fæst m.a. við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og eldvirkni. „Rannsóknir Freysteins falla vel að framtíðarsýn AGU sem drifin er áfram af sjálfbærni og nýsköpun á sviði vísinda. Það er ekki síður mikilvægt að Freysteinn hefur sinnt störfum sínum af heilindum og virðingu í samstarfi við annað fólk og lagt sitt af mörkum til menntunar, fjölbreytileika og miðlunar innan fræðanna,“ segir einnig í umsögninni. Afar afkastamikill vísindamaður Freysteinn Sigmundsson lauk meistaraprófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í sömu grein frá Háskólanum í Colorado í Bandaríkjunum árið 1992. Að loknu námi hóf hann störf á Norrænu eldfjallastöðinni og var meðal annars forstöðumaður hennar þar til hún sameinaðist Háskóla Íslands árið 2004, þegar Jarðvísindastofnun Háskólans var stofnuð. Freysteinn hefur í rannsóknum sínum lagt sérstaka áherslu á nákvæmnismælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, bæði svokallaðar GPS-mælingar og einnig bylgjuvíxlmælingar úr ratsjárgervitunglum (InSAR) þar sem gervitunglamyndir eru nýttar til að varpa ljósi á þær breytingar sem verða á tilteknum landssvæðum, svo sem í aðdraganda eldgosa. Freysteinn hefur verið í fararbroddi íslenskra jarðvísindamanna um árabil og m.a. stýrt stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem tengst hafa jarðhræringum og eldsumbrotum hér á landi. Hann er afar afkastamikill vísindamaður og í samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila hefur hann birt yfir 150 greinar á sviði jarðvísinda. Sú nýjasta birtist í hinu virta tímariti Nature í síðustu viku og fjallar um samspil kvikuhreyfinga og spennulosunar í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Þá hefur Freysteinn leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í námi og verið óþreytandi við að varpa ljósi á jarðhræringar hér á landi í fjölmiðlum.
Vísindi Háskólar Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira