Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2022 17:45 Það var baráttuhugur í um áttatíu manna samninganefnd Eflingar þegar hún mætti til fyrsta samningafundarins undir stjórn ríkissáttasemjara með Samtökum atvinnulífsins í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. Ríflega áttatíu manna samninganefnd Eflingar marseraði undir slagorðaborðum á fyrsta samningafundinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn stóð í um níutíu mínútur og hefur annar fundur verið boðaður á fimmtudag í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var jákvæður um gang viðræðna að fundi loknum. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA var vongóður um að samningar takist fljótlega eftir fundinn með samninganefnd Eflingar í dagVísir/Vilhelm „Ég held að hann hafi skilað heilmiklu. Við fórum í raun yfir kjarasamninginn sem við höfum gert við Starfsgreinasambandið í heild sinni. Settum hann í samhengi við eflingarfólk. Markmið okkar er að ná kjarasamningi hratt og örugglega og við ítrekuðum það hér í dag við samninganefnd Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir hennar fólk til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Ertu vongóð um að þið náið fram einhverju meiru en aðrir samningar hafa sýnt? „Ég er náttúrlega að sjálfsögðu ekki bara vongóð um það heldur er ég fullviss um það.“ Formaður Eflingar segir þær hækkanir sem samið hafi verið um við önnur stéttarfélög að undanförnu ekki duga Eflingu.Vísir/Vilhelm Fundurinn hafi farið í kynningu SA á samningum við Starfsgreinasambandið og önnur stéttarfélög. „Því er haldið fram að þetta sé einhvers konar framhald af lífkjarasamningnum. Það er einfaldlega ósatt. Þarna hefur verið samið þannig að þau sem minnst hafa fá minnst og þau sem mest hafa fá mest. Sem er alger andstæða lífskjarasamningsins,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir SA vilja semja við Eflingu á grunni nýgerðra samninga sem félög áttatíu þúsund manns á vinnimarkaði hafi skrifað undir. En auðvitað væru allir samningar aðlagaðir að hverjum og einum viðsemjenda þótt ramminn væri skýr. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. „Ég fullyrði að SGS samningurinn er settur upp með þeim hætti að hann skilar verulegri kaupmáttaraukningu á lægsta enda tekjudreifingarinnar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Samningurinn við SGS næði til sömu starfa og hjá félögum Eflingar. Sólveig Anna telur ekki miklar líkur á að samningar takist fyrir jól. Enda næsti fundur boðaður daginn fyrir Þorláksmessu. Það er nánast óþekkt að jafn fjölmenn samninganefnd mæti til fundar hjá ríkissáttasemjara og samninganefnd Eflingar sem mætti til fundar við Samtök atvinnulífsins í dagVísir/Vilhelm „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ segir formaður Eflingar. Krafan um 56.700 króna hækkun allra launa auk 15 þúsund króna framfærsluuppbótar standi. „Til að mæta þeirri staðreynd að heimili láglaunafólks eru rekin með viðvarandi halla,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022 Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Ríflega áttatíu manna samninganefnd Eflingar marseraði undir slagorðaborðum á fyrsta samningafundinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn stóð í um níutíu mínútur og hefur annar fundur verið boðaður á fimmtudag í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var jákvæður um gang viðræðna að fundi loknum. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA var vongóður um að samningar takist fljótlega eftir fundinn með samninganefnd Eflingar í dagVísir/Vilhelm „Ég held að hann hafi skilað heilmiklu. Við fórum í raun yfir kjarasamninginn sem við höfum gert við Starfsgreinasambandið í heild sinni. Settum hann í samhengi við eflingarfólk. Markmið okkar er að ná kjarasamningi hratt og örugglega og við ítrekuðum það hér í dag við samninganefnd Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir hennar fólk til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Ertu vongóð um að þið náið fram einhverju meiru en aðrir samningar hafa sýnt? „Ég er náttúrlega að sjálfsögðu ekki bara vongóð um það heldur er ég fullviss um það.“ Formaður Eflingar segir þær hækkanir sem samið hafi verið um við önnur stéttarfélög að undanförnu ekki duga Eflingu.Vísir/Vilhelm Fundurinn hafi farið í kynningu SA á samningum við Starfsgreinasambandið og önnur stéttarfélög. „Því er haldið fram að þetta sé einhvers konar framhald af lífkjarasamningnum. Það er einfaldlega ósatt. Þarna hefur verið samið þannig að þau sem minnst hafa fá minnst og þau sem mest hafa fá mest. Sem er alger andstæða lífskjarasamningsins,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir SA vilja semja við Eflingu á grunni nýgerðra samninga sem félög áttatíu þúsund manns á vinnimarkaði hafi skrifað undir. En auðvitað væru allir samningar aðlagaðir að hverjum og einum viðsemjenda þótt ramminn væri skýr. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. „Ég fullyrði að SGS samningurinn er settur upp með þeim hætti að hann skilar verulegri kaupmáttaraukningu á lægsta enda tekjudreifingarinnar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Samningurinn við SGS næði til sömu starfa og hjá félögum Eflingar. Sólveig Anna telur ekki miklar líkur á að samningar takist fyrir jól. Enda næsti fundur boðaður daginn fyrir Þorláksmessu. Það er nánast óþekkt að jafn fjölmenn samninganefnd mæti til fundar hjá ríkissáttasemjara og samninganefnd Eflingar sem mætti til fundar við Samtök atvinnulífsins í dagVísir/Vilhelm „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ segir formaður Eflingar. Krafan um 56.700 króna hækkun allra launa auk 15 þúsund króna framfærsluuppbótar standi. „Til að mæta þeirri staðreynd að heimili láglaunafólks eru rekin með viðvarandi halla,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022 Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36
Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33