„Íslendingar eru algjörir bruðlarar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. desember 2022 07:37 Fiskikóngurinn og pottasölumaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson. Vísir/Vilhelm Nú þegar kuldakast ríður yfir landið og sundlaugum hefur verið lokað til að spara heitt vatn hefur umræða um notkun heitra potta á heimilum sprottið upp á samfélagsmiðlum. Fiskikóngurinn og einn helsti pottasölumaður landsins, Kristján Berg Ásgeirsson segir Íslendinga gjarnan bruðla með heitt vatn. Mörg tonn af vatni fari í notkun á hitaveitupottum. Árið í fyrra var metsöluár hjá Kristjáni en hann segir mikinn meirihluta heitra potta á Íslandi vera hitaveitupotta. Sjálfur selji hann helst rafmagnspotta sem séu ódýrari í rekstri en hitaveitupottar. Þar að auki noti þeir mikið minna vatn. „Þú mátt alveg búast við því að það fari þrjú tonn af vatni í eina pottaferð ef potturinn er eitt og hálft tonn. Þú ert kannski hálftíma í pottinum og svo náttúrulega ef þú lætur ekki renna í hann þá kólnar vatnið þannig þú þarft alltaf að láta renna og renna í hann. Þannig ég hugsa að það fari alveg minnsta kosti tvö tonn, þrjú tonn ef þú ert alveg klukkutíma,“ segir Kristján um hitaveitupotta en bætir því við að í þá fari bæði heitt og kalt vatn. 36 tonn af vatni yfir einn mánuð Kristján segir fimmtán til tuttugu þúsund hitaveitupotta vera á Íslandi en að meðaltali fari þrjú tonn af vatni í pottana í hvert skipti sem þeir séu notaðir. „Segjum bara að fólk fari að meðaltali þrisvar í pottinn á viku. Þrisvar sinnum þrjú tonn af vatni, það eru níu tonn af vatni á viku, sinnum fjórir. Þá notar hitaveitupottur 36 tonn af vatni yfir einn mánuð á meðan rafmagnspottur notar 1,5 tonn af vatni,“ segir Kristján. Hann nefnir að sumir tæmi ekki úr pottunum og láti renna í þá allan sólarhringinn, þá séu vatnstonnin mikið fleiri. „Sumir láta bara renna alveg stanslaust í hann, það er svo misjafnt hvernig fólk er með þetta. Íslendingar eru algjörir bruðlarar, það er bruðlað með allt.“ Ekkert betra en að sitja í pottinum með fjölskyldu Aðspurður hvort virkileg þörf sé á öllum þessum heitu pottum á heimilum fólks segir Kristján pottana að sjálfsögðu vera munaðarvöru. „Það er ekki nauðsynlegt en það er fátt betra heldur en að sitja úti í köldu veðri eins og núna með fjölskyldunni og spjalla. Ég meina, er nauðsynlegt að kaupa sér síma á tveggja ára eða eins árs fresti? Þarna slekkurðu á símanum, sjónvarpinu og útvarpinu, ferð út og ég held það sé svona eini tíminn sem þú ræðir virkilega við konuna og krakkana þína, það er í heita pottinum á kvöldin,“ segir Kristján. Þannig þú myndir ekki segja að Íslendingar væru of mikið í þessu miðað við hversu margar sundlaugar og baðaðstöður við erum með nú þegar? „Nei. Ég myndi segja að þetta væri kannski það eina rétta sem Íslendingar væru að gera í heiminum, það er að fara í heita pottinn, njóta lífsins. Þetta er ódýr skemmtun, þægileg. Segjum bara að ein heita potts ferð kosti þúsund kall eða tvö þúsund kall eða eitthvað. Það er alveg peningana virði að borga það til að sitja með fjölskyldunni í geggjuðu umhverfi úti í garði og hafa það næs í hálftíma, klukkutíma, tvo tíma, það er ekki dýrt. Bíómiði kostar nú bara tvo þúsund kall fyrir einn,“ svarar Kristján. Nota almenningssamgöngur og njóta pottarins Jafnframt segir hann notkun á heitum potti vera eitt það ódýrasta og besta sem fólk geti gert. Það sé gott fyrir líkama og sál. Nauðsynlegt sé þá að vera með nógu góða einangrun til þess að bruðla ekki vatni í hitaveitupottum. „Heitt vatn á Íslandi er ekki óþrjótandi auðlind, það er svona eiginlega kjarni málsins að menn þurfa aðeins að spara, það er ekki til endalaust af heitu vatni,“ segir Kristján. Hann segir ekki dýrt að eiga pott og hvetur fólk til þess að taka frekar strætó í vinnuna, spara bensín og njóta þess að fara í pottinn. „Skrúfa frekar niður í hitanum í tveimur herbergjum og sofa öll í sama herbergi og njóta þess að fara í pottinn,“ segir Kristján í gamni. Orkumál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Árið í fyrra var metsöluár hjá Kristjáni en hann segir mikinn meirihluta heitra potta á Íslandi vera hitaveitupotta. Sjálfur selji hann helst rafmagnspotta sem séu ódýrari í rekstri en hitaveitupottar. Þar að auki noti þeir mikið minna vatn. „Þú mátt alveg búast við því að það fari þrjú tonn af vatni í eina pottaferð ef potturinn er eitt og hálft tonn. Þú ert kannski hálftíma í pottinum og svo náttúrulega ef þú lætur ekki renna í hann þá kólnar vatnið þannig þú þarft alltaf að láta renna og renna í hann. Þannig ég hugsa að það fari alveg minnsta kosti tvö tonn, þrjú tonn ef þú ert alveg klukkutíma,“ segir Kristján um hitaveitupotta en bætir því við að í þá fari bæði heitt og kalt vatn. 36 tonn af vatni yfir einn mánuð Kristján segir fimmtán til tuttugu þúsund hitaveitupotta vera á Íslandi en að meðaltali fari þrjú tonn af vatni í pottana í hvert skipti sem þeir séu notaðir. „Segjum bara að fólk fari að meðaltali þrisvar í pottinn á viku. Þrisvar sinnum þrjú tonn af vatni, það eru níu tonn af vatni á viku, sinnum fjórir. Þá notar hitaveitupottur 36 tonn af vatni yfir einn mánuð á meðan rafmagnspottur notar 1,5 tonn af vatni,“ segir Kristján. Hann nefnir að sumir tæmi ekki úr pottunum og láti renna í þá allan sólarhringinn, þá séu vatnstonnin mikið fleiri. „Sumir láta bara renna alveg stanslaust í hann, það er svo misjafnt hvernig fólk er með þetta. Íslendingar eru algjörir bruðlarar, það er bruðlað með allt.“ Ekkert betra en að sitja í pottinum með fjölskyldu Aðspurður hvort virkileg þörf sé á öllum þessum heitu pottum á heimilum fólks segir Kristján pottana að sjálfsögðu vera munaðarvöru. „Það er ekki nauðsynlegt en það er fátt betra heldur en að sitja úti í köldu veðri eins og núna með fjölskyldunni og spjalla. Ég meina, er nauðsynlegt að kaupa sér síma á tveggja ára eða eins árs fresti? Þarna slekkurðu á símanum, sjónvarpinu og útvarpinu, ferð út og ég held það sé svona eini tíminn sem þú ræðir virkilega við konuna og krakkana þína, það er í heita pottinum á kvöldin,“ segir Kristján. Þannig þú myndir ekki segja að Íslendingar væru of mikið í þessu miðað við hversu margar sundlaugar og baðaðstöður við erum með nú þegar? „Nei. Ég myndi segja að þetta væri kannski það eina rétta sem Íslendingar væru að gera í heiminum, það er að fara í heita pottinn, njóta lífsins. Þetta er ódýr skemmtun, þægileg. Segjum bara að ein heita potts ferð kosti þúsund kall eða tvö þúsund kall eða eitthvað. Það er alveg peningana virði að borga það til að sitja með fjölskyldunni í geggjuðu umhverfi úti í garði og hafa það næs í hálftíma, klukkutíma, tvo tíma, það er ekki dýrt. Bíómiði kostar nú bara tvo þúsund kall fyrir einn,“ svarar Kristján. Nota almenningssamgöngur og njóta pottarins Jafnframt segir hann notkun á heitum potti vera eitt það ódýrasta og besta sem fólk geti gert. Það sé gott fyrir líkama og sál. Nauðsynlegt sé þá að vera með nógu góða einangrun til þess að bruðla ekki vatni í hitaveitupottum. „Heitt vatn á Íslandi er ekki óþrjótandi auðlind, það er svona eiginlega kjarni málsins að menn þurfa aðeins að spara, það er ekki til endalaust af heitu vatni,“ segir Kristján. Hann segir ekki dýrt að eiga pott og hvetur fólk til þess að taka frekar strætó í vinnuna, spara bensín og njóta þess að fara í pottinn. „Skrúfa frekar niður í hitanum í tveimur herbergjum og sofa öll í sama herbergi og njóta þess að fara í pottinn,“ segir Kristján í gamni.
Orkumál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira