Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 14:33 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Austurlands í apríl. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Árnmar var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í apríl síðastliðnum. Árnmar áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem tók málið til meðferðar í nóvember. Árnmar játaði brot sitt að hluta í héraði en neitaði þó alvarlegustu sakargiftunum, tilraun til manndráps. Fram kom í dómnum sem féll í héraði að Árnmar hefði ætlað að gifta sig þremur dögum eftir skotárásina. Kveikjan að skotárásinni hefði verið mikil afbrýðisemi Árnmars í garð barnsföður þáverandi unnustu hans. Ógnaði tveimur drengjum Árnmar var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagbrot með því að hafa hótað sambýliskonu sinni með byssunni. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúð í Dalseli á Egilsstöðum, undir áhrifum áfengis og vopnaður. Árnmar ógnaði tveimur sonur barnsföðurins með haglabyssu og skammbyssu innan og utandyra í íbúðabyggð. Fram kom í dómnum að drengirnir hefðu setið í sófa þegar Árnmar mætti vopnaður hlaðinni haglabyssu sem hann beindi að þeim. Drengirnir flúðu út og földu sig í skóg í næsta nágrenni. Árnmar neitaði að hafa ætlað að bana lögregluþjónum þegar hann beindi haglabyssu í átt að þeim á vettvangi. Hann hefði ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Þá neitaði hann því að hafa hótað áðurnefndum drengjum. Núningur vegna samskipta parsins fyrrverandi Við aðalmeðferðina í héraði sagðist Árnmar hafa haft bjór við hönd umrætt kvöld. Þegar líða fór á það hafi núningur skapast milli hans og kærustu hans, vegna samskipta hennar og áðurnefnds barnsföður. Þá sagðist hann muna lítið eftir það, fyrr en hann stóð á bílastæðinu við húsið í Dalseli að hlaða byssu. Árnmar sagðist hafa verið brjálaður af reiði. Hann hafi þó eingöngu ætlað að hræða manninn, ekki bana honum. Hann hafi síðan skotið á bíl hans með bæði haglabyssunni og skammbyssunni. Dómurinn verður birtur á vef Landsréttar klukkan 15:30.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira