„Fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Styrmir Snær Þrastarson var frábær í liði Þórs í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Styrmir Snær Þrastarson skilaði 26 stigum og níu fráköstum er Þór frá Þorlákshöfn vann sinn annan leik á tímabilinu og lyfti sér þar með upp úr botnsæti Subway-deildar karla í körfubolta. Leikmaðurinn segir að nú þurfi liðið að byggja ofan á þennan leik og fara að tengja saman sigra. „Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
„Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01