„Fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Styrmir Snær Þrastarson var frábær í liði Þórs í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Styrmir Snær Þrastarson skilaði 26 stigum og níu fráköstum er Þór frá Þorlákshöfn vann sinn annan leik á tímabilinu og lyfti sér þar með upp úr botnsæti Subway-deildar karla í körfubolta. Leikmaðurinn segir að nú þurfi liðið að byggja ofan á þennan leik og fara að tengja saman sigra. „Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
„Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01