Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Hinrik Wöhler skrifar 15. desember 2022 22:20 Stjarnan - FH Olís deild karla verur 2022 vísir/diego Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur, heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru fjórum mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Lítið var skorað en Stjörnumenn náðu aðeins að skora þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Stjörnumenn áttu erfitt með að komast í gegnum vörn heimamanna og sömuleiðis var Phil Döhler öflugur í marki FH. Stjörnumenn rönkuðu við sér og á stuttum kafla náðu gestirnir að snúa leiknum við og komu sér marki yfir á tímabili en leikar stóðu jafnir þegar flautað var til hálfleiks. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og var jafnt á flestum tölum. Stjörnumenn leiddu oftar en ekki með einu marki og FH-ingar svöruðu um hæl. Undir lok leiks hrökk Tandri Már í gang og skoraði þrjú síðustu mörk Stjörnumanna. FH-ingar fengu lokasókn til að knýja fram framlengingu en þeim brást bogalistinn. Mikil reikistefna var á ritaraborðinu þegar heimamenn tóku leikhlé undir lok leiks. Sigursteinn og Patrekur, þjálfarar liðanna, skiptust á vel völdum orðum. Heimamenn vildu meina að nokkrar sekúndur væri eftir af leiknum en niðurstaðan var sú að aðeins ein sekúnda var eftir og leiktíminn rann út. Heimamenn náðu ekki að nýta þessa lokasókn og eins marks sigur gestanna úr Garðabæ varð raunin í Kaplakrika í kvöld. Starri Friðriksson var öflugur í liði gestanna með sex mörk úr sjö skotum og Tandri Már steig upp undir lok leiks og skoraði þrjú síðustu mörk Stjörnunnar, en hann var næstmarkahæstur Stjörnumanna með fimm mörk. Í liði heimamanna var reynsluboltinn Ásbjörn Friðriksson markahæstur en hann skoraði sjö mörk þar af þrjú af vítalínunni. Phil Döhler var mættur aftur í markið eftir meiðsli og varði 14 skot. Phil var sérstaklega drjúgur í marki heimamanna í fyrri hálfleik. Nú tekur við langt jólafrí hjá liðunum en Olís-deilin byrjar ekki fyrr en á síðasta degi janúarmánaðar og 8-liða úrslit í bikarnum líklegast spiluð um miðjan febrúar. „Þetta er með því súrara“ Sigursteinn Arndal þjálfari FH-inga var skiljanlega afar svekktur með tapið.Vísir/Vilhelm „Þetta er með því súrara, þetta eru tvö mjög góð lið og ég óska Stjörnunni til hamingju með sigurinn, það er ekkert annað hægt að gera en það. “ „Nú tekur við í rauninni annað undirbúningstímabil og menn fá smá tíma til að jafna sig. Svo ætlum við að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á. “ segir Sigursteinn þegar hann er spurður út í næstu vikur. FH-ingar hafa verið á miklu skriði í vetur og sitja í 2. sæti Olís-deildarinnar. „Ég er drullusvekktur með leikinn en við verðum að vera sáttir með hvernig við höfum verið að bæta okkur viku frá viku og verðum að halda því áfram í allan vetur,“ sagði Sigursteinn að endingu. „Ég er ógeðslega ánægður með þetta, þetta var virkilega gaman“ Starri átti góðan leik fyrir Stjörnuna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Starri Friðriksson var sprækur í liði Stjörnunnar og endaði markahæstur, með sex mörk úr sjö skotum. „Ég er ógeðslega ánægður með þetta, þetta var virkilega gaman. Geðveikur sigur. Staðan var 7-3 fyrir þeim og náum að koma til baka og jafna og þá fann ég þetta fara af stað hjá okkur. Vorum alltof hægir af stað.“ Við tekur 8-liða úrslit í bikarnum en Starri segist ekki hafa neina óskamótherja þar, hann er tilbúinn að mæta hvaða liði sem er. „Við verðum að æfa vel í jólafríinu og koma til baka eins stemmdir eins og við vorum í dag. Klára tímabilið á þessum nótum,“ segir Starri þegar hann spurður út langa jólafríið sem tekur nú við. Coca-Cola bikarinn FH Stjarnan
Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur, heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru fjórum mörkum yfir þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Lítið var skorað en Stjörnumenn náðu aðeins að skora þrjú mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Stjörnumenn áttu erfitt með að komast í gegnum vörn heimamanna og sömuleiðis var Phil Döhler öflugur í marki FH. Stjörnumenn rönkuðu við sér og á stuttum kafla náðu gestirnir að snúa leiknum við og komu sér marki yfir á tímabili en leikar stóðu jafnir þegar flautað var til hálfleiks. Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik og var jafnt á flestum tölum. Stjörnumenn leiddu oftar en ekki með einu marki og FH-ingar svöruðu um hæl. Undir lok leiks hrökk Tandri Már í gang og skoraði þrjú síðustu mörk Stjörnumanna. FH-ingar fengu lokasókn til að knýja fram framlengingu en þeim brást bogalistinn. Mikil reikistefna var á ritaraborðinu þegar heimamenn tóku leikhlé undir lok leiks. Sigursteinn og Patrekur, þjálfarar liðanna, skiptust á vel völdum orðum. Heimamenn vildu meina að nokkrar sekúndur væri eftir af leiknum en niðurstaðan var sú að aðeins ein sekúnda var eftir og leiktíminn rann út. Heimamenn náðu ekki að nýta þessa lokasókn og eins marks sigur gestanna úr Garðabæ varð raunin í Kaplakrika í kvöld. Starri Friðriksson var öflugur í liði gestanna með sex mörk úr sjö skotum og Tandri Már steig upp undir lok leiks og skoraði þrjú síðustu mörk Stjörnunnar, en hann var næstmarkahæstur Stjörnumanna með fimm mörk. Í liði heimamanna var reynsluboltinn Ásbjörn Friðriksson markahæstur en hann skoraði sjö mörk þar af þrjú af vítalínunni. Phil Döhler var mættur aftur í markið eftir meiðsli og varði 14 skot. Phil var sérstaklega drjúgur í marki heimamanna í fyrri hálfleik. Nú tekur við langt jólafrí hjá liðunum en Olís-deilin byrjar ekki fyrr en á síðasta degi janúarmánaðar og 8-liða úrslit í bikarnum líklegast spiluð um miðjan febrúar. „Þetta er með því súrara“ Sigursteinn Arndal þjálfari FH-inga var skiljanlega afar svekktur með tapið.Vísir/Vilhelm „Þetta er með því súrara, þetta eru tvö mjög góð lið og ég óska Stjörnunni til hamingju með sigurinn, það er ekkert annað hægt að gera en það. “ „Nú tekur við í rauninni annað undirbúningstímabil og menn fá smá tíma til að jafna sig. Svo ætlum við að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á. “ segir Sigursteinn þegar hann er spurður út í næstu vikur. FH-ingar hafa verið á miklu skriði í vetur og sitja í 2. sæti Olís-deildarinnar. „Ég er drullusvekktur með leikinn en við verðum að vera sáttir með hvernig við höfum verið að bæta okkur viku frá viku og verðum að halda því áfram í allan vetur,“ sagði Sigursteinn að endingu. „Ég er ógeðslega ánægður með þetta, þetta var virkilega gaman“ Starri átti góðan leik fyrir Stjörnuna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Starri Friðriksson var sprækur í liði Stjörnunnar og endaði markahæstur, með sex mörk úr sjö skotum. „Ég er ógeðslega ánægður með þetta, þetta var virkilega gaman. Geðveikur sigur. Staðan var 7-3 fyrir þeim og náum að koma til baka og jafna og þá fann ég þetta fara af stað hjá okkur. Vorum alltof hægir af stað.“ Við tekur 8-liða úrslit í bikarnum en Starri segist ekki hafa neina óskamótherja þar, hann er tilbúinn að mæta hvaða liði sem er. „Við verðum að æfa vel í jólafríinu og koma til baka eins stemmdir eins og við vorum í dag. Klára tímabilið á þessum nótum,“ segir Starri þegar hann spurður út langa jólafríið sem tekur nú við.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti