Fram kemur að gert sé ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur hafi verið um 1,2 milljónir á mann á ársfjórðungnum og hafi þær aukist um 2,9 prósent frá því í fyrra.
Heildartekjur heimilanna jukust um 10,2 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Sá tekjuliður sem keyrði þá aukningu hvað mest áfram voru launatekjur en þær jukust um 13,7 prósent.
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
Auk þess er áætlað að heildargjöld heimilanna hafi aukist um 16,6 prósentmiðað við í fyrra. Þá hafi skattgreiðslur aukist um 15,1 prósent og tryggingagjöld um 14 prósent.

Frekari upplýsingar um bráðabirgðaniðurstöðurnar má sjá hér.