Fimmfaldur Íslandsmeistari ráðinn inn á skrifstofu ÍSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 15:01 Einn sigursælasti leikmaðurinn í sögu Skagamanna er farinn að vinna á skrifstofu ÍSÍ. Vísir/Hulda Margrét Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ráðið í tvær stöður á skrifstofu sambandsins en það er ný staða rekstrarstjóra og staða sérfræðings í kynningarmálum á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins. ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira
Kári Steinn Reynisson hefur verið ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og Sigríður Unnur Jónsdóttir í stöðu sérfræðings í kynningarmálum, á skrifstofu ÍSÍ. Kári Steinn varð á sínum tíma fimmfaldur Íslandsmeistari með Skagamönnum og er aðeins einn af fjórum mönnum sem hafa spilað yfir tvö hundruð leiki fyrir ÍA í efstu deild. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í fimmtán ár en hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni. Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins.
ÍSÍ Vistaskipti Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira