Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 23:00 Meðal annars eru Japanir sagðir ætla að bæta loftvarnir sínar mjög. EPA/FRANCK ROBICHON Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. Kishida skipaði nýverið ráðherrum sínum að auka töluvert fjárútlát til varnarmála í Japan á næstu árum. Það sagði hann nauðsynlegt vegna sífellt versnandi öryggisástands í Austur-Asíu. Markmiðið er að auka fjárútlátin úr um einu prósenti af vergri landsframleiðslu í tvö prósent fyrir 2027. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Náist markmiðið yrðu framlög Japana til varnarmála þau þriðju hæstu í heiminum, á eftir Kína og Bandaríkjunum, samkvæmt Washington Post. Óttast kosningar Kishida vill hækka skatta á bæði einstaklinga og fyrirtæki en flokksmenn hans óttast að það muni koma verulega niður á flokknum í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í apríl. AFP fréttaveitan segir þó að skoðanakannanir gefi til kynna að stuðningur við hernaðaruppbyggingu hafi aukist. Í frétt Japan Times segir að skattahækkunarætlun Kishida hafi mætt mikilli mótspyrnu innan flokksins og þar á meðal frá ráðherrum í ríkisstjórn hans. Flestir þeirra eru sagðir eiga það sameiginlegt að hafa verið nánir samstarfsmenn Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Þeir eru sagðir mótfallnir því að hækka skatta til að fjármagna hernaðaruppbygginguna og vilja þess í stað að ríkisstjórnin gefi út ríkisskuldabréf, sem hafa í gegnum árin verið notuð til að fjármagna stór innviðaverkefni í Japan. Kishida er hins vegar sagður mótfallinn því að færa skuldabyrðina yfir á næstu kynslóð Japana. Fjármálaráðuneyti Kína spáir því að í mars verði skuldir Japans 262,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Það yrði hæsta skuldahlutfall meðal ríkjanna sem mynda G-7. Mikil spenna á svæðinu Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á herafla ríkisins á undanförnum árum. Sjá einnig: Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Japanir hafi miklar áhyggjur af uppbyggingunni í Kína. Fara á í umfangsmikla endurskipulagningu á herafla Japans á næstu fimm árum. Washington Post sagði frá því á mánudaginn að yfirvöld í Japan stefni meðal annars á að kaupa allt að fimm hundruð Tomahawk stýriflaugar á komandi árum og auka árásagetu ríkisins til muna. Slíkar stýriflaugar geta hæft skotmörk í meira en 1.700 kílómetra fjarlægð og gætu gert Japönum kleift að skjóta á skotmörk á meginlandi Kína. „Margir töldu að stríð væri bara fyrir tuttugustu öldina en við erum að sjá það aftur,“ sagði fyrrverandi sendiherra Japans í Bandaríkjunum við Washington Post. Áhugasamir geta skoðað stutt kynningarmyndband Raytheon, sem framleiðir Tomahawk, um stýriflaugarnar hér að neðan. Bandaríkjamenn hlynntir uppbyggingunni Miðillinn segir enn fremur að ríkisstjórn Joe Biden sé hlynnt þessari uppbyggingu í Japan og að Bandaríkjamenn líti á Japan sem einn mikilvægasta bandamenn þeirra í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Yfirvöld í Japan vilja þróa eigin stýriflaugar á komandi árum og hafa einnig tilkynnt áætlun um að þróa nýjar orrustuþotur með Bretum og Ítölum. Þar að auki hafa fregnir borist af því að til standi að byggja skotfærageymslur víða um eyjur Japan og skjóta á loft gervihnöttum sem hægt verði að nota til að stýra stýriflaugum. AFP segir einnig að byggja eigi upp loftvarnir Japans og þá sérstaklega á syðstu eyju ríkisins. Sú uppbygging á að mest að snúa að því að auka getu Japana til að skjóta niður stýriflaugar og langdrægar eldflaugar. Japan Hernaður Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. 30. nóvember 2022 15:40 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Kishida skipaði nýverið ráðherrum sínum að auka töluvert fjárútlát til varnarmála í Japan á næstu árum. Það sagði hann nauðsynlegt vegna sífellt versnandi öryggisástands í Austur-Asíu. Markmiðið er að auka fjárútlátin úr um einu prósenti af vergri landsframleiðslu í tvö prósent fyrir 2027. Sjá einnig: Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Náist markmiðið yrðu framlög Japana til varnarmála þau þriðju hæstu í heiminum, á eftir Kína og Bandaríkjunum, samkvæmt Washington Post. Óttast kosningar Kishida vill hækka skatta á bæði einstaklinga og fyrirtæki en flokksmenn hans óttast að það muni koma verulega niður á flokknum í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar verða í apríl. AFP fréttaveitan segir þó að skoðanakannanir gefi til kynna að stuðningur við hernaðaruppbyggingu hafi aukist. Í frétt Japan Times segir að skattahækkunarætlun Kishida hafi mætt mikilli mótspyrnu innan flokksins og þar á meðal frá ráðherrum í ríkisstjórn hans. Flestir þeirra eru sagðir eiga það sameiginlegt að hafa verið nánir samstarfsmenn Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Þeir eru sagðir mótfallnir því að hækka skatta til að fjármagna hernaðaruppbygginguna og vilja þess í stað að ríkisstjórnin gefi út ríkisskuldabréf, sem hafa í gegnum árin verið notuð til að fjármagna stór innviðaverkefni í Japan. Kishida er hins vegar sagður mótfallinn því að færa skuldabyrðina yfir á næstu kynslóð Japana. Fjármálaráðuneyti Kína spáir því að í mars verði skuldir Japans 262,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Það yrði hæsta skuldahlutfall meðal ríkjanna sem mynda G-7. Mikil spenna á svæðinu Mikil spenna er í Austur-Asíu og hefur hún aukist verulega á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna vopnatilrauna og kjarnorkuvopnaþróunar í Norður-Kóreu. Þar að auki hefur spennan aukist í tengslum við Kína og tilkalls Kínverja til bæði alls Suður-Kínahafs og Taívans. Kínverjar hafa þar að auki staðið í mikilli hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu á herafla ríkisins á undanförnum árum. Sjá einnig: Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Japanir hafi miklar áhyggjur af uppbyggingunni í Kína. Fara á í umfangsmikla endurskipulagningu á herafla Japans á næstu fimm árum. Washington Post sagði frá því á mánudaginn að yfirvöld í Japan stefni meðal annars á að kaupa allt að fimm hundruð Tomahawk stýriflaugar á komandi árum og auka árásagetu ríkisins til muna. Slíkar stýriflaugar geta hæft skotmörk í meira en 1.700 kílómetra fjarlægð og gætu gert Japönum kleift að skjóta á skotmörk á meginlandi Kína. „Margir töldu að stríð væri bara fyrir tuttugustu öldina en við erum að sjá það aftur,“ sagði fyrrverandi sendiherra Japans í Bandaríkjunum við Washington Post. Áhugasamir geta skoðað stutt kynningarmyndband Raytheon, sem framleiðir Tomahawk, um stýriflaugarnar hér að neðan. Bandaríkjamenn hlynntir uppbyggingunni Miðillinn segir enn fremur að ríkisstjórn Joe Biden sé hlynnt þessari uppbyggingu í Japan og að Bandaríkjamenn líti á Japan sem einn mikilvægasta bandamenn þeirra í vestanverðu Kyrrahafi. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Yfirvöld í Japan vilja þróa eigin stýriflaugar á komandi árum og hafa einnig tilkynnt áætlun um að þróa nýjar orrustuþotur með Bretum og Ítölum. Þar að auki hafa fregnir borist af því að til standi að byggja skotfærageymslur víða um eyjur Japan og skjóta á loft gervihnöttum sem hægt verði að nota til að stýra stýriflaugum. AFP segir einnig að byggja eigi upp loftvarnir Japans og þá sérstaklega á syðstu eyju ríkisins. Sú uppbygging á að mest að snúa að því að auka getu Japana til að skjóta niður stýriflaugar og langdrægar eldflaugar.
Japan Hernaður Bandaríkin Kína Norður-Kórea Tengdar fréttir Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41 Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. 30. nóvember 2022 15:40 Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi. 12. desember 2022 23:41
Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. 30. nóvember 2022 15:40
Langdrægri flaug skotið frá Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa skotið langdrægri eldflaug á loft í nótt sem er hönnuð til að hitta skotmörk hinum megin á hnettinum. 3. nóvember 2022 07:13