Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:16 Vopnaðir hermenn á götum Arequipa. Mótmælendur stöðvuðu flugumferð á alþjóðaflugvellinum þar á dögunum. AP/José Sotomayor Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu. Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Neyðarlögin gilda um allt landið í þrjátíu daga. Luis Otarola Peñaranda, varnarmálaráðherra, vísaði til þess að nauðsynlegt væri að grípa til ákveðinna aðgerða til að bregðast við skemmdarverkum, ofbeldi og vegartálmum sem mótmælendur hafa sett upp. Lögreglan og herinn fær heimild til þess að leita á heimilum fólks án leyfis eða réttarheimildar. Otarola segir að ekki hafi ákveðið hvort að útgöngubanni verði komið á. Að minnsta kosti sjö manns hafa látist í mótmælunum. Mótmælendur hafa meðal annars sett upp vegartálma í höfuðborginni Lima og í mörgum smærri bæjum og þorpum. Þeir hafa kveikt í lögreglustöðvum, hertekið flugvöll flughersins og rutt sér leið inn á flugbraut alþjóðaflugvallar í Arequipa sem er mikilvægur ferðaþjónustunni í landinu. Þeir krefjast þess að Castillo verði sleppt úr haldi en hann er sakaður um spillingu og að reyna að ræna völdum í landinu. Þá vilja þeir að boðað verði til kosninga tafarlaust. Dina Boluarte, varaforsetaefni Castillo sem tók við af honum, hefur gert að því skóna að kosið verði í desember á næsta ári. Castillo ætlaði að leysa upp þingið áður en það gæti greitt atkvæði um að kæra hann fyrir embættisbrot í þriðja skipti. Þess í stað veik þingið honum úr embætti. Castillo var handtekinn og sakaður um að ætla að sækjast eftir pólitísku hæli í mexíkóska sendiráðinu.
Perú Tengdar fréttir Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39 Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Dina Boluarte nýr forseti Perú, fyrst kvenna Nýr forseti er tekinn við í Suður-Ameríkuríkinu Perú eftir að forsetinn fyrrverandi, Pedro Castillo var ákærður fyrir brot í starfi. 8. desember 2022 07:39
Forseti Perú ákærður fyrir spillingu Saksóknari í Perú hefur ákært forseta landsins, Pedro Castillo, fyrir spillingu. Samkvæmt ákærunni á forsetinn að tilheyra glæpasamtökum, en forsetinn sjálfur neitar sök í málinu. 12. október 2022 09:05