Snæfríður Sól kom í mark á nýju Íslandsmeti en hún synti á 53,21 sekúndum. Gamla metið átti hún sjálf, 53,75 sekúndur, en það setti hún aðeins fyrir einum mánuði síðan.
Snæfríður Sól náði fimmtánda besta tímanum í undanrásum en sextán hröðustu sundkonurnar komust áfram. Snæfríður syndir í undanúrslitunum í morgunsárið.
Anton Sveinn McKee varð í átjánda sæti í undanrásum í 100 metra bringusundi en hann kom í mark á 58,01 sekúndum og komst því ekki áfram í sextán manna úrslitin. Anton Sveinn var langt frá Íslandsmeti sínu sem er 56,30 sekúndur.
Anton Sveinn mun einnig keppa í 50 metra og 200 metra bringusundi á mótinu. Snæfríður Sól mun einnig keppa í 200 metra skriðsundi á mótinu.