Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 13:32 Víkingur AK við bryggju á Vopnafirði í morgun. Loðnunni var dælt úr lestum skipsins og beint inn í vinnsluhús Brims. Brim/Magnús Þór Róbertsson Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. Það var á tíunda tímanum í morgun sem uppsjávarfiskiskipið Víkingur Ak lagðist að bryggju á Vopnafirði með um sjöhundruð tonn af loðnu sem veiddust úti fyrir Norðurlandi, austur af Kolbeinseyjarhrygg. Víkingur AK siglir inn til Vopnafjarðar í ljósaskiptunum í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir að loðnan líti mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og vonast hann til að hægt verði að frysta megnið af henni til manneldis en eitthvað af henni muni þó fara til fiskimjölsframleiðslu. Víkingur kominn að bryggju með 700 tonna loðnufarm.Brim/Magnús Þór Róbertsson Þessi byrjun loðnuvertíðar er óvenju snemma þennan veturinn miðað við undanfarin ár. Þannig rifjar Magnús Þór upp að áratugur er liðinn frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól en það var árið 2012. Segir Magnús þetta sannkallaðan jólabónus, bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækið. Loðnan flæðir inn í flokkunarvélar uppsjávarvinnslu Brims á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn. Þar af áætlar Magnús að 15 til 18 manns vinni við loðnufrystinguna og fjórir í bræðslunni. Magnús segir þó óvíst hversu samfelld vinnslan verður núna í desember en annað skip Brims, Venus, er á siglingu úti fyrir Norðausturlandi að skyggnast eftir loðnu og stefnir á sömu slóðir og fyrsta loðnan veiddist um helgina. Frá Vopnafirði. Þar er Brim langstærsta fyrirtækið.Stöð 2 Þá var skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, á leið til Neskaupstaðar með 1.240 tonn af loðnu, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, og áætlaði hann fyrir hádegi að koma inn til Norðfjarðar um eittleytið. Sturla gerir ráð fyrir að loðnan fari til bræðslu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Það var á tíunda tímanum í morgun sem uppsjávarfiskiskipið Víkingur Ak lagðist að bryggju á Vopnafirði með um sjöhundruð tonn af loðnu sem veiddust úti fyrir Norðurlandi, austur af Kolbeinseyjarhrygg. Víkingur AK siglir inn til Vopnafjarðar í ljósaskiptunum í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir að loðnan líti mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og vonast hann til að hægt verði að frysta megnið af henni til manneldis en eitthvað af henni muni þó fara til fiskimjölsframleiðslu. Víkingur kominn að bryggju með 700 tonna loðnufarm.Brim/Magnús Þór Róbertsson Þessi byrjun loðnuvertíðar er óvenju snemma þennan veturinn miðað við undanfarin ár. Þannig rifjar Magnús Þór upp að áratugur er liðinn frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól en það var árið 2012. Segir Magnús þetta sannkallaðan jólabónus, bæði fyrir starfsfólkið og fyrirtækið. Loðnan flæðir inn í flokkunarvélar uppsjávarvinnslu Brims á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn. Þar af áætlar Magnús að 15 til 18 manns vinni við loðnufrystinguna og fjórir í bræðslunni. Magnús segir þó óvíst hversu samfelld vinnslan verður núna í desember en annað skip Brims, Venus, er á siglingu úti fyrir Norðausturlandi að skyggnast eftir loðnu og stefnir á sömu slóðir og fyrsta loðnan veiddist um helgina. Frá Vopnafirði. Þar er Brim langstærsta fyrirtækið.Stöð 2 Þá var skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK, á leið til Neskaupstaðar með 1.240 tonn af loðnu, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, og áætlaði hann fyrir hádegi að koma inn til Norðfjarðar um eittleytið. Sturla gerir ráð fyrir að loðnan fari til bræðslu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrstu loðnufarma vertíðarinnar:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. 12. desember 2022 20:22
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49