Þumalputtareglan að svara gagnrýni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 22:40 Andrés Jónsson almannatengill ræddi málin í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Almannatengill segir almennt ekki vænlegt til árangurs að bíða opinbera gagnrýni af sér, þegjandi og hljóðalaust. Yfirleitt sé betra að svara eða sýna að verið sé að hlusta. Reglan er þó ekki undantekningarlaus. Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira