Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 19:30 Sigríður segir einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. vísir/samsett Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“ Fjölmiðlar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“
Fjölmiðlar Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira