Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Jakob Bjarnar og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 12. desember 2022 11:26 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari varpar nú öndinni léttar en eftir stranga samningslotu hefur samningsaðilum nú tekist að ná saman. vísir/vilhelm Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54
Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent