Bæjarstjórn sem ekkert veit Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson skrifar 9. desember 2022 15:01 Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum. En málið er að þeir geta ekki vitað allt, eins og þeir halda. Nefnum eitt dæmi með vinnustaðinn Fjöliðjuna sem er verndaður vinnustaður. Hún telur 78 starfsmenn ásamt leiðbeinendum. Út frá þekkingu og reynslu þeirra vita þau best hver þörfin er og hvað þeim vantar. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og tækin sem þau nota eru af mismunandi gerðum og stærðum. Það þýðir að stærð rýmis eða húsnæðis þarf að miðast að því og hafa þarf í huga aðgengi fyrir alla, þar með talið hjólastóla. Núna á að setja þessa starfsemi ásamt þorpinu í samfélagsmiðstöð í blokk. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Oft er gert grín af fötluðum og oft á tíðum eru foreldrar meðvirkir. Svo ekki sé minnst á að sagt er að ekki megi vera með hávaða í blokk. En hvernig er það með börn? Eru þau ekki oft á tíðum með hávaða? Af hverju mega þá ekki vélar sem notaðar eru til að pakka fara þangað inn? Það er algjörlega út í hött. Svo er það bæjarstjórnin sem ákvað þetta á lokuðum fundi án þess að hafa samráð við okkur sem vinnum þarna. Hvernig geta þeir vitað hvað við þurfum og viljum? Eru þeir að vinna þarna eða hafa þeir eitthvað verið í Fjöliðjunni að viti eða? Ég held ekki. Alla veganna hefur enginn séð þá þarna sem þýðir að þeir ættu að koma og vera með okkur alla daga í 3 vikur og sjá hvernig starfsemin okkar er. Við skorum á bæjarstjórnina að koma og vera með okkur næstu 3 vikur frá klukkan 8 til 16 og sjá hver þörfin okkar er. Ef þið þykist vita betur skulið þið halda áfram og endurnýja húsnæðið á Dalbrautinni eins og átti að gera áður en Samfélagsmiðstöðin var ákveðin, án allra vitundar. Þið eruð ekki að vinna í Fjöliðjunni og vitið ekki þarfir okkar eða vilja. Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Akranesi er bæjarstjórn sem þykist vita meira en aðrir og ákveður allt eða margt á lokuðum fundum. En málið er að þeir geta ekki vitað allt, eins og þeir halda. Nefnum eitt dæmi með vinnustaðinn Fjöliðjuna sem er verndaður vinnustaður. Hún telur 78 starfsmenn ásamt leiðbeinendum. Út frá þekkingu og reynslu þeirra vita þau best hver þörfin er og hvað þeim vantar. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og tækin sem þau nota eru af mismunandi gerðum og stærðum. Það þýðir að stærð rýmis eða húsnæðis þarf að miðast að því og hafa þarf í huga aðgengi fyrir alla, þar með talið hjólastóla. Núna á að setja þessa starfsemi ásamt þorpinu í samfélagsmiðstöð í blokk. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Oft er gert grín af fötluðum og oft á tíðum eru foreldrar meðvirkir. Svo ekki sé minnst á að sagt er að ekki megi vera með hávaða í blokk. En hvernig er það með börn? Eru þau ekki oft á tíðum með hávaða? Af hverju mega þá ekki vélar sem notaðar eru til að pakka fara þangað inn? Það er algjörlega út í hött. Svo er það bæjarstjórnin sem ákvað þetta á lokuðum fundi án þess að hafa samráð við okkur sem vinnum þarna. Hvernig geta þeir vitað hvað við þurfum og viljum? Eru þeir að vinna þarna eða hafa þeir eitthvað verið í Fjöliðjunni að viti eða? Ég held ekki. Alla veganna hefur enginn séð þá þarna sem þýðir að þeir ættu að koma og vera með okkur alla daga í 3 vikur og sjá hvernig starfsemin okkar er. Við skorum á bæjarstjórnina að koma og vera með okkur næstu 3 vikur frá klukkan 8 til 16 og sjá hver þörfin okkar er. Ef þið þykist vita betur skulið þið halda áfram og endurnýja húsnæðið á Dalbrautinni eins og átti að gera áður en Samfélagsmiðstöðin var ákveðin, án allra vitundar. Þið eruð ekki að vinna í Fjöliðjunni og vitið ekki þarfir okkar eða vilja. Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar