Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 16:39 Frá mótmælum fyrir utan sendiráð Írans í Berlín í dag. AP/Joerg Carstensen Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50
Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33
Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30