Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 15:02 Róbert Wessman stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Hann tók við stöðu forstjóra á dögunum. Vísir/Vilhelm Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Í tilkynningu frá félaginu segir að auðkenni bréfanna „ALVO“ haldist óbreytt og breytingin hafi ekki áhrif á viðskipti með hlutabréfin á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum. Fram kemur að með skráningu á Aðalmarkað muni hlutabréf Alvotech ná til breiðari hóps fjárfesta. Fyrirtæki á aðalmarkaðnum eigi möguleika, að vissum skilyrðum uppfylltum, að vera valin til þátttöku í innlendum og erlendum hlutabréfavísitölum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að félagið sé fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera tekið til viðskipta á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Það er okkur því mikil ánægja að viðskipti geti nú hafist með bréfin á Aðalmarkaðnum. Það gerir gerir breiðari hópi kleift að fjárfesta í bréfum fyrirtækisins, “ segir Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech. „Alvotech er skráð, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði líftæknilyfjahliðstæða. Við höfum þegar fjárfest fyrir yfir 150 milljarða króna til að byggja upp fullkomna aðstöðu til að þróa og framleiða hagkvæmari líftæknilyf sem geta bætt lífsgæði sjúklinga um allan heim.“ Til að fagna því að vera tekið til viðskipta á aðalmarkað muni Róbert hringja lokabjöllu Kauphallarinnar klukkan 15:30. Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. 2. desember 2022 07:05 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að auðkenni bréfanna „ALVO“ haldist óbreytt og breytingin hafi ekki áhrif á viðskipti með hlutabréfin á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum. Fram kemur að með skráningu á Aðalmarkað muni hlutabréf Alvotech ná til breiðari hóps fjárfesta. Fyrirtæki á aðalmarkaðnum eigi möguleika, að vissum skilyrðum uppfylltum, að vera valin til þátttöku í innlendum og erlendum hlutabréfavísitölum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að félagið sé fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera tekið til viðskipta á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Það er okkur því mikil ánægja að viðskipti geti nú hafist með bréfin á Aðalmarkaðnum. Það gerir gerir breiðari hópi kleift að fjárfesta í bréfum fyrirtækisins, “ segir Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech. „Alvotech er skráð, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði líftæknilyfjahliðstæða. Við höfum þegar fjárfest fyrir yfir 150 milljarða króna til að byggja upp fullkomna aðstöðu til að þróa og framleiða hagkvæmari líftæknilyf sem geta bætt lífsgæði sjúklinga um allan heim.“ Til að fagna því að vera tekið til viðskipta á aðalmarkað muni Róbert hringja lokabjöllu Kauphallarinnar klukkan 15:30. Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein.
Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. 2. desember 2022 07:05 Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. 2. desember 2022 07:05