Þessi jól versta útgáfa hugsanleg fyrir launaþrælinn Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2022 12:55 Bragi Halldórsson teiknari er sérfróður í dagatölum. Hann segir að þessi útgáfa sé sú versta sem upp getur komið, einungis einn helgur dagur lendir á virkum degi sem þýðir fyrir launaþrælinn það að aðeins einn frídagur fellur til þessi jólin. Þessi jólahátíð er martröð fyrir launaþræla sé litið til frídaga sem ættu að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar. Aðeins einn frídagur fellur til. Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það. Jól Vinnumarkaður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það.
Jól Vinnumarkaður Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira