Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2022 13:02 Oddný G. Harðardóttir varformaður velferðarnefndar Alþingis segir stöðu Sjúkratrygginga Íslands grafalvarlega og dæmi um vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Egill Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag. Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12