Íslensk erfðagreining gæti hlaupið undir bagga í lífsýnarannsóknum í sakamálum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 23:38 Kári bendir á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Vísir/Vilhelm „Ef að það er þörf á okkar getu og kunnáttu og leitað eftir henni þá erum við hér til staðar og reiðubúin að skoða allt milli himins og jarðar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann telur Íslenska erfðagreiningu fyllilega í stakk búna til að sinna lífsýnarannsóknum í sakamálum hér á landi. Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“ Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“
Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira