Hversu mikils virði er það? Belinda Karlsdóttir skrifar 6. desember 2022 10:01 Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Unglingasmiðjurnar tvær, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Miðbænum, veita stuðning til ungmenna á aldrinum 13-18 ára. Þau eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glíma við fleiri áskoranir í sínu lífi. Markmiðið með þátttöku í hópastarfi Unglingasmiðjanna er m.a. að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að vellíðan. Þar er lögð áhersla á að veita öruggt umhverfi þar sem þau mæta á eigin forsendum, mynda traust með tímanum og fá tækifæri til að vaxa jafnt og þétt á sínum hraða. Það sem við fáum svo gjarnan að sjá er meira öryggi í samskiptum og ákvarðanatöku, aukin vellíðan og virkari þátttaka þeirra í sínu nærumhverfi, félagslega og í tómstundum. Ungmennin sem koma í unglingasmiðjurnar eru jafnan falinn hópur, það fer oft ekki mikið fyrir þeim í skólaumhverfinu og mörg sækja ekki í félagsmiðstöðina í sínu hverfi. Sum hver eru að upplifa það að eiga jákvæð samskipti við jafnaldra í fyrsta sinn í langan tíma, að eignast vini og að tilheyra. Reynslan sýnir okkur hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp ungmenna að eiga einhvern stað, einskonar athvarf, þar sem þau eru samþykkt í hópi jafnaldra, þar sem þátttaka þeirra skiptir hópinn máli og þau fá að skrifa sögu sína upp á nýtt. Mörg þeirra hafa upplifað einelti og er það oft ein ástæða þess að þau sækja ekki í félagsskap í sínu nærumhverfi, hvort sem er í skóla eða félagsmiðstöð. Í gegnum tíðina hafa Unglingasmiðjurnar gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fjölmörg ungmenni, á meðan þau byggja upp traust á ný og æfa sig í samskiptum, efla færnina og sjálfstraustið til að takast á við aðstæður í sínu lífi. Að baki þeirrar fjárhæðar sem kostar að halda uppi starfi Unglingasmiðjanna árlega eru einstaklingar, líf þeirra, velferð og framtíðarhorfur. Á þessum árum mótunar, þar sem þau eru svo móttækileg og á sama tíma svo áhrifagjörn og sjálfsmyndin viðkvæm. Þar sem þau þrá hvað einna mest að tilheyra og eiga vini en mæta stöðugt höfnun og hindrunum. Þar sem uppbyggilegur og áhrifaríkur stuðningur skiptir öllu máli, að þau fái öruggt umhverfi sem gefur þeim færi á að treysta á ný og mynda tengsl – fyrir framtíðina. Hugurinn reikar og rifjar upp allar jákvæðu framfarirnar, stórkostlegu breytingarnar, blómstrandi einstaklingana og þau mörgu skipti sem ég hef heyrt frá foreldum sem unglingum að þátttaka þeirra í Unglingasmiðjunum hafi átt þátt í að bjarga lífi þeirra. Hversu mikils virði er það? Ætla að leyfa reynslu fyrrum þjónustunotenda (úr meistararitgerð Sigurlaugar H. Traustadóttur, félagsráðgjafa) að eiga lokaorðið: „Eftir að ég prófaði, þá var þetta bara einn æðislegasti staður sem ég hefði einhvern tíman getað ímyndað mér. Allir svo góðir og tilbúnir að taka á móti manni eins og maður var … þá var maður bara svona lítil fjölskylda sem maður gat treyst öllum og gat talað upphátt án þess að það væri hlegið að manni.“ „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ „Ég kom náttúrulega út úr því að vera lögð í einelti út í það að vera með vinahóp skilurðu. Ég fór að finna hvað ég get gert og að mér þykir vænt um sjálfa mig. Ég lærði bara smám saman hvað lífið getur verið gott líka. Að eiga góða vini, trausta vini. Það hjálpaði mjög mikið.“ Höfundur er forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Unglingasmiðjurnar tvær, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Miðbænum, veita stuðning til ungmenna á aldrinum 13-18 ára. Þau eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glíma við fleiri áskoranir í sínu lífi. Markmiðið með þátttöku í hópastarfi Unglingasmiðjanna er m.a. að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að vellíðan. Þar er lögð áhersla á að veita öruggt umhverfi þar sem þau mæta á eigin forsendum, mynda traust með tímanum og fá tækifæri til að vaxa jafnt og þétt á sínum hraða. Það sem við fáum svo gjarnan að sjá er meira öryggi í samskiptum og ákvarðanatöku, aukin vellíðan og virkari þátttaka þeirra í sínu nærumhverfi, félagslega og í tómstundum. Ungmennin sem koma í unglingasmiðjurnar eru jafnan falinn hópur, það fer oft ekki mikið fyrir þeim í skólaumhverfinu og mörg sækja ekki í félagsmiðstöðina í sínu hverfi. Sum hver eru að upplifa það að eiga jákvæð samskipti við jafnaldra í fyrsta sinn í langan tíma, að eignast vini og að tilheyra. Reynslan sýnir okkur hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp ungmenna að eiga einhvern stað, einskonar athvarf, þar sem þau eru samþykkt í hópi jafnaldra, þar sem þátttaka þeirra skiptir hópinn máli og þau fá að skrifa sögu sína upp á nýtt. Mörg þeirra hafa upplifað einelti og er það oft ein ástæða þess að þau sækja ekki í félagsskap í sínu nærumhverfi, hvort sem er í skóla eða félagsmiðstöð. Í gegnum tíðina hafa Unglingasmiðjurnar gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fjölmörg ungmenni, á meðan þau byggja upp traust á ný og æfa sig í samskiptum, efla færnina og sjálfstraustið til að takast á við aðstæður í sínu lífi. Að baki þeirrar fjárhæðar sem kostar að halda uppi starfi Unglingasmiðjanna árlega eru einstaklingar, líf þeirra, velferð og framtíðarhorfur. Á þessum árum mótunar, þar sem þau eru svo móttækileg og á sama tíma svo áhrifagjörn og sjálfsmyndin viðkvæm. Þar sem þau þrá hvað einna mest að tilheyra og eiga vini en mæta stöðugt höfnun og hindrunum. Þar sem uppbyggilegur og áhrifaríkur stuðningur skiptir öllu máli, að þau fái öruggt umhverfi sem gefur þeim færi á að treysta á ný og mynda tengsl – fyrir framtíðina. Hugurinn reikar og rifjar upp allar jákvæðu framfarirnar, stórkostlegu breytingarnar, blómstrandi einstaklingana og þau mörgu skipti sem ég hef heyrt frá foreldum sem unglingum að þátttaka þeirra í Unglingasmiðjunum hafi átt þátt í að bjarga lífi þeirra. Hversu mikils virði er það? Ætla að leyfa reynslu fyrrum þjónustunotenda (úr meistararitgerð Sigurlaugar H. Traustadóttur, félagsráðgjafa) að eiga lokaorðið: „Eftir að ég prófaði, þá var þetta bara einn æðislegasti staður sem ég hefði einhvern tíman getað ímyndað mér. Allir svo góðir og tilbúnir að taka á móti manni eins og maður var … þá var maður bara svona lítil fjölskylda sem maður gat treyst öllum og gat talað upphátt án þess að það væri hlegið að manni.“ „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ „Ég kom náttúrulega út úr því að vera lögð í einelti út í það að vera með vinahóp skilurðu. Ég fór að finna hvað ég get gert og að mér þykir vænt um sjálfa mig. Ég lærði bara smám saman hvað lífið getur verið gott líka. Að eiga góða vini, trausta vini. Það hjálpaði mjög mikið.“ Höfundur er forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar