Vonbrigði fyrir starfsstétt sauðfjárbænda Þuríður Lillý Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2022 13:32 Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör. Síðustu vikur hef ég ásamt öflugum einstaklingum og hagsmunasamtökum barist fyrir því að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun á greiðslumarki sem á að taka gildi 1.janúar 2023. Þegar ég heyrði að þetta væri ekki borðleggjandi, að niðurtröppun greiðslumarks yrði stöðvuð varð ég ansi hissa. Mér fannst það undarlegt og fór að velta fyrir mér hvað ráðherra hefði fyrir sér í þessum efnum, þetta var mér í raun óskiljanlegt. Eftir að hafa farið á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda árið 2021 og búgreinaþing deildar sauðfjárbænda árið 2022 þar sem samþykkt var samhljóða sú ályktun að stöðva niðurtröppun greiðslumarks sá ég ekki annað í stöðunni en á okkur yrði hlustað. Það hlýtur að teljast sögulegt að sauðfjárbændur hafi verið sammála um greiðslumark og að ályktunin hafi verið samþykkt án mótatkvæða. Bændur leggja á sig mikinn tíma og kostnað í það að sinna félagsstarfi greinarinnar, með það að markmiði að standa vörð um greinina og berjast fyrir bættri afkomu hennar. Það er engum blöðum um það að fletta að niðurtröppun greiðslumarks og afurðarverð hafa verið þeir þættir sem valda mestum áhyggjum kollega minna síðustu ár. Niðurtröppun greiðslumarks mun koma hart niður á mörgum sauðfjárbændum og sér í lagi á Austur- og Norðausturlandi. Þar eru talsverð eign á greiðslumarki og jafnframt flest bú með yfir 300 fjár á vetrarfóðrum. Þessi tekjulækkun mun gera mörgum erfitt fyrir, sérstaklega þeim sem reyna að stunda sauðfjárrækt í atvinnuskyni. Niðurtröppun seinkað árið 2019 Upphaflega átti niðurtröppun greiðslumarks að taka gildi árið 2019, þá var ákveðið að fresta henni vegna slæmrar afkomu í greininni. Staðan í dag er svo sannarlega engu skárri með ört hækkandi aðfangaverði og náttúruógnum. Árið 2019 var jafnframt settur á innlausnarmarkaður til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar sem var gott, þar var settur forgangshópar sem innihélt að lang stærstum hluta unga bændur eða þá sem voru að hefja sauðfjárbúskap. Aðsókn í markaðinn hefur verið mikil og núna árið 2022 var sótt um tæp 60.000 ærgildi en potturinn innihélt ekki nema rétt rúm 5000, þau fóru öll til forgangshóps. Það þarf svo varla að deila um taktleysi þess að auglýsa innlausnarmarkað örfáum vikum áður en fyrirhugað er að skerða greiðslumarkið um heil 20%. Berja á ungum bændum Tölurnar sína að núorðið er stærstur eignarhlutur greiðslumarks meðal yngri bænda og það eru einnig þeir sem hafa fjárfest mest í greiðslumarki síðustu ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem koma verst út úr fyrirhugaðri niðurtröppun eru ungir bændur. Hópur sauðfjárbænda sem stendur hvað höllustum fæti en er jafnframt mikilvægastur fyrir framtíð íslenskrar sauðfjárræktar. Maður veltir því fyrir sér á hvaða vegferð hæstvirtur ráðherra sé og hvaða tilgang það hafi fyrir bændur að eyða tíma og kostnaði í vinnu fyrir hagsmuna- og félagasamtök ef ekki er hlustað á niðurstöðu þeirrar vinnu. Það liggur í augum uppi að breytinga er þörf og vonandi verða þær við endurskoðun starfssamnings sauðfjárbænda sem fram fer árið 2023. Það var þó ekki tímabært að fara í þessar aðgerðir núna þvert á vilja sauðfjárbænda, stéttin er löskuð og við þurfum tíma og svigrúm í öruggu starfsumhverfi til að ná vopnum okkar á ný. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reyðarfirði og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Landbúnaður Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það sat þungt hugsi og mjög vonsvikinn ungur bóndi við morgunverðarboðið fyrr í vikunni eftir að hafa lesið grein matvælaráðherra í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Greinin bar fyrirsögnina „Bjartsýni í sauðfjárrækt“ en skyldi eftir fleiri spurningar en svör. Síðustu vikur hef ég ásamt öflugum einstaklingum og hagsmunasamtökum barist fyrir því að stöðva fyrirhugaða niðurtröppun á greiðslumarki sem á að taka gildi 1.janúar 2023. Þegar ég heyrði að þetta væri ekki borðleggjandi, að niðurtröppun greiðslumarks yrði stöðvuð varð ég ansi hissa. Mér fannst það undarlegt og fór að velta fyrir mér hvað ráðherra hefði fyrir sér í þessum efnum, þetta var mér í raun óskiljanlegt. Eftir að hafa farið á aðalfund Landssamtaka sauðfjárbænda árið 2021 og búgreinaþing deildar sauðfjárbænda árið 2022 þar sem samþykkt var samhljóða sú ályktun að stöðva niðurtröppun greiðslumarks sá ég ekki annað í stöðunni en á okkur yrði hlustað. Það hlýtur að teljast sögulegt að sauðfjárbændur hafi verið sammála um greiðslumark og að ályktunin hafi verið samþykkt án mótatkvæða. Bændur leggja á sig mikinn tíma og kostnað í það að sinna félagsstarfi greinarinnar, með það að markmiði að standa vörð um greinina og berjast fyrir bættri afkomu hennar. Það er engum blöðum um það að fletta að niðurtröppun greiðslumarks og afurðarverð hafa verið þeir þættir sem valda mestum áhyggjum kollega minna síðustu ár. Niðurtröppun greiðslumarks mun koma hart niður á mörgum sauðfjárbændum og sér í lagi á Austur- og Norðausturlandi. Þar eru talsverð eign á greiðslumarki og jafnframt flest bú með yfir 300 fjár á vetrarfóðrum. Þessi tekjulækkun mun gera mörgum erfitt fyrir, sérstaklega þeim sem reyna að stunda sauðfjárrækt í atvinnuskyni. Niðurtröppun seinkað árið 2019 Upphaflega átti niðurtröppun greiðslumarks að taka gildi árið 2019, þá var ákveðið að fresta henni vegna slæmrar afkomu í greininni. Staðan í dag er svo sannarlega engu skárri með ört hækkandi aðfangaverði og náttúruógnum. Árið 2019 var jafnframt settur á innlausnarmarkaður til að jafna stöðu bænda innan greinarinnar sem var gott, þar var settur forgangshópar sem innihélt að lang stærstum hluta unga bændur eða þá sem voru að hefja sauðfjárbúskap. Aðsókn í markaðinn hefur verið mikil og núna árið 2022 var sótt um tæp 60.000 ærgildi en potturinn innihélt ekki nema rétt rúm 5000, þau fóru öll til forgangshóps. Það þarf svo varla að deila um taktleysi þess að auglýsa innlausnarmarkað örfáum vikum áður en fyrirhugað er að skerða greiðslumarkið um heil 20%. Berja á ungum bændum Tölurnar sína að núorðið er stærstur eignarhlutur greiðslumarks meðal yngri bænda og það eru einnig þeir sem hafa fjárfest mest í greiðslumarki síðustu ár. Það er því nokkuð ljóst að þeir sem koma verst út úr fyrirhugaðri niðurtröppun eru ungir bændur. Hópur sauðfjárbænda sem stendur hvað höllustum fæti en er jafnframt mikilvægastur fyrir framtíð íslenskrar sauðfjárræktar. Maður veltir því fyrir sér á hvaða vegferð hæstvirtur ráðherra sé og hvaða tilgang það hafi fyrir bændur að eyða tíma og kostnaði í vinnu fyrir hagsmuna- og félagasamtök ef ekki er hlustað á niðurstöðu þeirrar vinnu. Það liggur í augum uppi að breytinga er þörf og vonandi verða þær við endurskoðun starfssamnings sauðfjárbænda sem fram fer árið 2023. Það var þó ekki tímabært að fara í þessar aðgerðir núna þvert á vilja sauðfjárbænda, stéttin er löskuð og við þurfum tíma og svigrúm í öruggu starfsumhverfi til að ná vopnum okkar á ný. Höfundur er sauðfjárbóndi í Reyðarfirði og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun