Skellt í lás í Siglunesi? – Tengsl barna og náttúru í höfuðborg Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar 5. desember 2022 07:30 Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siglingaíþróttir Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur boðað að loka eigi Siglunesi vegna niðurskurðar. Siglunes er menntasetur við hafið fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýramiðstöð fyrir börn sem oft á tíðum finna sig ekki í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í Siglunesi eiga þau kost á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg í beinum tengslum við náttúruna. Ljóst er að borgarstjórn stendur frammi fyrir krefjandi verkefni - að finna leiðir til að draga úr kostnaði. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem býður sig fram til opinberra starfa og þarf að axla ábyrgð á ákvörðunum sem oft eru samfélagslega og siðferðilega flóknar. Í rekstri borgar takast á mörg álitamál og mikilvægt er að standa vel að verki. Síðasta barnið í skóginum Árið 2005 kom út bók eftir Richard Louv sem var tímamótaverk. Bókin heitir Last Child in the Woods: Saving our Children from Nature-deficit Disorder sem þýða má sem Síðasta barnið í skóginum: Að koma í veg fyrir náttúruþroskaröskun (eða náttúruskort). Louv segir að samfélagið innprenti börnum og ungu fólki að forðast bein tengsl eða reynslu af náttúrunni. Þennan boðskap má einnig finna innan skóla, fjölskyldna og stofnana, sem og þrengja lög og reglugerðir að tengslum ungs fólks við náttúru. Skipulag borga og bæja og menningarbundin viðhorf innan samfélagsins tengja náttúru við háska og hættu og hundsa tengsl náttúru við þá ánægju sem áskoranir náttúrunnar færa börnum og ungmennum. Afdrifarík ákvörðun um mikilvæga menntun Louv rökstyður í bók sinni að það eru ákvarðanir fullorðins fólks sem leiða til skorts á tengslum barna við náttúru, sem samfélög víða um heim standa frammi fyrir. Nú stöndum við frammi fyrir slíkri ákvörðun og ættum að spyrja okkur hvort réttlætanlegt sé að hætta rekstri Sigluness, menntandi starfsemi sem byggir á að skapa tengsl á milli barna og náttúru? Loka frístundastarfi þar sem börn eiga þess kost að njóta náttúrunnar og vera í sterkum tengslum við hana, takast á við sjálf sig, vinna með öðrum og læra að bera virðingu fyrir veðrum og vindi á hafi úti? Siglunes – 55 ára saga útimenntunar Það erhlutverk íbúa að veita stjórnvöldum aðhald og góð ráð. Starfsemin í Siglunesi er á mínu sérsviði, sem er útimenntun, og ég hef unnið að rannsóknum á því sviði um árabil. Ég get metið gildi þess náms sem fer fram í Siglunesi á faglegum forsendum og lít á það sem skyldu mína að veita aðhald og ráðgjöf þegar ákvarðanir um framtíð þess er í hættu. Það er afar mikilvægt að vinna vandaða greiningu á áhrifum þess að loka starfsemi Sigluness, starfs sem á sér 55 ára sögu og er einstök á landsvísu. Mikilvægt er að svara eftirfarandi: Hvaðaáhrif hafa breytingarnar á möguleika barna og unglinga til gæða útimenntunar og tómstunda innan borgarmarkanna? Hvaða menntunarlega sérstaða liggur í starfi Sigluness, með áherslu á valdeflingu, virkni og vellíðan barna? Hvaða áhrif hefur þátttaka barna og unglinga í starfi Sigluness haft á upplifun þeirra af náttúrunni og tengsl þeirra við hana, fram á fullorðinsár? Tengsl barna við náttúru minnka stöðugt Í umfjöllun borgarinnar um málið er vandséð að slík greining hafi farið fram. Í veðri er látið vaka að siglingaklúbbur geti tekið við kefli Sigluness. Í því samhengi má nefna að Brokey, sem er í næsta nágrenni Sigluness hefur hvorki bolmagn né aðstöðu til að halda úti slíkri starfsemi, nema því fylgi verulegt fjármagn frá borginni. Hver er þá hinn fjárhagslegi ávinningur? Ég lýk greininni á að vitna aftur í skrif Louv sem sagði árið 2005 að tengsl og reynsla barna af náttúrunni minnki stöðugt. Síðan þá má leiða að því líkum að tengslin hafi minnkað enn frekar með verulega aukinni skjánotkun barna og unglinga. Munu ákvarðarnir í borgarstjórn næstu daga leiða til þess að enn meira rof verður milli barna og náttúru í borginni? Höfundur er aðjúnkt á sviði útimenntunar við Háskóla Íslands, doktorsnemi og fyrrum starfsmaður í Siglunesi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun