Leiknum lauk með sjö marka sigri Álaborgar, 29-36, eftir að liðið hafði leitt með fimm mörkum í leikhléi, 13-18.
Aron skoraði þrjú mörk auk þess að leggja upp fimm mörk.
Sveitungi hans úr FH, Daníel Freyr Andrésson, stóð á milli stanganna hjá Lemvig og varði fjögur skot.