Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi. Til hamingju með alþjóðadag fatlaðs fólks! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2022 22:33 Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Þetta ár höfum við fylgst með og kynnst stríði sem háð er í Evrópu, og við erum varla komin út úr kóvidástandinu. Í slíku krýsuástandi er hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir, og það hefur gerst. Samtök fatlaðs fólks bæði hér á landi og erlendis hafa biðlað til valdhafa og umheimsins að sérstaklega verði hugað að fötluðu fólki, að það sé ekki skilið eftir. Við sendum ákall þess efnis þegar heimsfaraldurinn skall á okkur og þegar stríðið skall á í Úkraínu. Hugur minn og örugglega margra, er hjá því fólki sem nú hrekst um á flótta undan stríði, sem það átti engan þátt í að hefja. Yfirskrift alþjóðadags fatlaðs fólks og þemu næsta árs er að þessu sinni -Lausnir sem skipta máli í þróun samfélags fyrir öll – eða þróun „inklúsívs samfélags og hlutverk nýsköpunar sem drifkrafts fyrir aðgengilegri heimi og jöfnuð. Markmiðið er að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og virkja stuðning við, réttindi, reisn og velferð þess. Þessum markmiðum eigum við öll að vinna að ekki bara í dag heldur alla daga. Markmiðið er samþætt og byggir á jafnræði og jöfnuði, að fatlað fólk hafi jafna möguleika til atvinnuþátttöku, þannig er hægt að draga úr ójöfnuði. Til þess gæti þurft að hugsa út fyrir boxið, finna nýjar lausnir sem henta og þar er viðeigandi aðlögun lykilhugtak. Það þarf vinnandi hendur á Íslandi og okkar framlag er jafn mikilvægt ogannarra. Við erum margbreytileikinn í einsleitu samfélagi, dýrmæt vegna reynslu og þekkingar sem við fatlað fólk lifum og tileinkum okkur á hverjum degi, við lifum í lausnum og sköpum nýjar leiðir til að leysa hindranir sem á vegi okkar verða það er nýsköpun, ekki satt? Lausnir kalla oft á nýsköpun og hlutverk nýsköpunar í þessu samhengi er að ýta undir jafnræði og hraða þróun aðgengilegs samfélags á öllum sviðum þess, og samfélag þar sem jöfnuður ríkir. Um leið verður að tryggja þeim sem ekki geta unnið sanngjarna framfærslu og að þau hafi tækifæri til jafns við aðra til samfélagsþátttöku. Til að draga úr ójöfnuði þurfa bæði opinberi geirinn og einkageirinn að opna og aðlaga vinnustaði sína. Efla fjölbreytni mannflórunnar innan vinnustaða, viðhafa góða starfshætti og nýta sér tækni og nýjungar þannig að öll séu velkomin og öll hafi tækifæri til að leggja sitt af mörkum. Þannig verða vinnustaðir betri, fjölbreyttari, víðsýnni og skilningur eykst og fordómar hverfa. Við erum ekki öll eins en það er einmitt styrkleikinn. Fyrirtæki sem byggir á fjölbreyttir flóru starfsfólks er líklegra til að skila eigendum sínum góðri efnahagsniðurstöðu. Samfélag fyrir öll, þar sem öll njóta, sem er aðgengilegt í víðum skilningi þess orðs, þar sem leitað er lausna til að fötluð börn séu þátttakendur í öllu því sem börnum stendur til boða hverju sinni. Samfélag þar sem fatlaðir nemendur geta treyst því að skólinn taki utan um þá og geri það sem í hans valdi stendur til að þau hafi sömu möguleika og aðrir nemendur til að þroskast og blómstra. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur aðgengi að atvinnulífinu og er ráðið til vinnu eins og hver annar. Þar sem fullorðið fatlað fólk hefur aðgengi að bankareikningum sínum og heilsuveru og ræður lífi sínu sjálft. Þar sem fatlað fólk er ekki álitið byrði á samfélaginu heldur einstaklingar sem eiga sjálfsagðan rétt til að njóta lífs til jafns við aðra. Það er gott samfélag sem gerir ráð fyrir öllum! Markmiðið er upplýst samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda. Í dag gleðjumst við, og þökkum öflugu samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttu fatlaðs fólks. Um leið hvetjum við alla til að leggjast á árar með okkur til að gera samfélagið, raunverulega að einu samfélagi fyrir alla! Ég óska öllum þeim sem hlutu tilnefningu, innilega til hamingju og ferðamálastofu til hamingju með Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2022 - þið breytið samfélaginu og gerið það okkar allra! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun