Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 3. desember 2022 16:01 Ágúst á hliðarlínunni í leiknum. Vísir/Hulda Margrét „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. „Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst. Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Við vorum með góða markvörslu allan tímann. Um leið og við þéttum varnarleikinn í seinni hálfleik þá náðum við að rúlla yfir þær.“ „Selfoss er að mínu mati með gott lið, þær eru með mjög góða útilínu. Það munar um meidda leikmenn hjá þeim, þær eru ekki með jafnstóran hóp og við. Við náðum ágætis tökum á þessu. Við náðum að spila á fleiri leikmönnum og ég held að það hafi vegið mjög þungt,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Það voru ellefu leikmenn sem komust á blað hjá Val í dag. Það gladdi þjálfarann. „Það er mjög jákvætt. Við erum með stóran hóp eins og síðustu ár. Það er líka af því að við erum að fá leikmenn í gegnum starfið hjá okkur. Við höfum alltaf verið dugleg að reyna að gefa mínútur hér og þar. Þetta er jákvætt.“ „Ég er fyrst og fremst feginn að þessi leikur sé búinn, ég er ánægður með það. Þetta er búið að vera erfið vika heima fyrir.” Þetta sagði Ágúst vegna þess að í hinu liðinu, í liði Selfoss, er dóttir hans Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún er hjá Selfoss á láni frá Val eftir að hafa meiðst alvarlega á síðustu ár. Hún er að koma sér aftur í gang eftir meiðslin. „Ég er ánægður að þessi leikur sé búinn og að við unnum. Núna eru allir vinir í fjölskyldunni. Ég skal viðurkenna að þetta var mjög spes, og er búið að vera mjög spes í vikunni fyrir leik. Ég er búinn að vera í hálfgerðum feluleik með hlutina því ég ræði mikið handbolta heima, sérstaklega við Ásdísi sem pælir mikið í leiknum. Ég lét lítið fyrir mér fara heima, en ég er feginn að við unnum og nú fer ég og kveiki aftur á mér heima.“ Er möguleiki á því að Valur muni kalla Ásdísi til baka úr láninu? „Það gæti vel verið. Við skoðum það rólegheitum. Hún er í góðum málum á Selfossi og hefur verið að bæta sig mikið þar. Mér finnst gaman að sjá hana þar, en auðvitað er hún Valsari og við viljum hafa hana hjá okkur. Við tökum stöðuna út frá leikmannahópnum og út frá því hvað er best fyrir hana sjálfa.“ Níu sigrar í níu leikjum. Hversu lengi mun þessi sigurganga lifa? „Það verður að koma í ljós. Við reynum að einbeita á einn leik í einu. Það er gamla klisjan. Það er Fram næst og það er gífurlega vel mannað lið. Við þurfum að undirbúa okkur vel,“ sagði Ágúst.
Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. 3. desember 2022 15:06