Einn dagur í pílupartýið: Kirkjuvörður, íþróttafréttakona og körfuboltastjarna Egill Birgisson skrifar 2. desember 2022 14:48 Fagmennirnir Matthías Örn Friðriksson og Pétur Rúðrik Guðmundsson fá stjörnur með sér í píluveislu á morgun. Stöð 2 Sport Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport annað kvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á morgun og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Síðustu daga höfum við kynnst sex liðum og nú er komið að því að skoða tvö lið til viðbótar, og þá sérstaklega einn þeirra fjögurra keppenda sem verða einnig á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Kristjana Arnarsdóttir og Matthías Örn Friðriksson mynda sigurstranglegt teymi.Stöð 2 Sport Þegar það kemur að íslenskri pílu er nafnið Matthías Örn Friðriksson oft nefnt. Matti spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur og hefur búið þar síðustu 10 ár en er uppalinn Dalvíkingur. Matti byrjaði sinn íþróttaferil sem miðjumaður í fótbolta þar sem hann hóf sinn ferill hjá Leiftri/Dalvík og færði sig fljótt yfir til Þórs á Akureyri. Hann spilaði með Þór til 2010 en færði sig svo til Grindavíkur og spilaði þar í átta ár þangað til hann ákvað að hætta í fótbolta og einbeita sér að pílu. Matti komst nefnilega ekki hjá því að spila pílu í einhverjum af þessum bílskúrum í mekka pílunnar, sem Grindavík er. Hann á nokkra titla á Íslandi og hefur stöðugt verið að bæta sinn leik með hverju ári og sást það vel á þessu ári þar sem hann komst inná stórmót í Danmörku en var óheppinn og heppinn að fá að mæta einum besta pílukastara heims, Peter Wright. Stressið fór alveg með Matta það kvöld og hann sá aldei til sólar. Matti átti ekki gott mót í Úrvalsdeildinni þetta ár en mun sennilega hefna fyrir það í Stjörnupílunni. Við hlið Matta mun standa ein af allra bestu íþróttafrétta- og sjónvarpskonum landsins, Kristjana Arnarsdóttir. Kristjana starfar hjá íþróttadeild RÚV og hefur sennilega séð um uppgjörsþætti frá öllum stærstu mótum íþrótta í heiminum. Einnig hefur hún verið frábær spyrill í Gettu Betur síðustu ár. Eiginmaður Kristjönu er einmitt atvinnukylfingurinn Harald Franklin Magnús. Þegar Kristjana fékk símtalið um með hverjum hún yrði í liði urðu viðbrögð hennar heldur betur mikil því hún verður jú með besta kastara Íslands. Pétur Rúðrik Guðmundsson og Martin Hermannsson mynda körfuboltapar í Stjörnupílunni.Stöð 2 Sport Pétri Rúðriki Guðmundssyni muna flestir eftir frá því að hann setti sitt mark á íslenskan körfubolta. Pétur spilaði lengi með Grindavík í körfu og er einmitt að spila undir Pílufélagi Grindavíkur þessa dagana. Pétri tókst hinsvegar ekki að verða Íslandsmeistari á sínum ferli í körfu en varð fjórum sinnum bikarmeistari, og tapaði reyndar sex sinnum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Hann er næstleikjahæsti leikmaður Grindavíkur með 300 leiki og 23. leikjahæsti leikmaður íslensku deildarinnar með 331 leiki. Pétur starfar sem kirkjuvörður og er meðhjálpari hjá Njarðvíkurprestakalli. Sonur Péturs er hinn ungi og efnilegi Alex Máni og mun verður meðal keppanda í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá Bullseye annað kvöld. Hann er einn af tveimur efnilegum leikmönnum sem fær svokallaðan „sýningarleik“ og getur því sýnt þjóðinni hvað í hann er spunnið. Þegar búið er að ræða um eitt körfuboltalegend þá voru auðvitað örlögin þau að hann endaði með einum af okkar allra bestu körfuboltamönnum frá upphafi. Martin Hermannsson mun standa við hlið Péturs og ætti stóra sviðið að vera lítið vandamál fyrir hann. Martin er atvinnumaður í körfubolta og spilar á hæsta stigi þar, nánar tiltekið með Valencia á Spáni. Martin kemur frá mikilli körfuboltafjölskyldu þar sem faðir hans á nokkra Íslandsmeistaratitla og er núna sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, Hermann Hauksson. KR flæðir um æðar Martins og varð hann Íslandsmeistari nokkrum sinnum með liðinu og síðasta árið hans á Íslandi, 2014, varð hann meistari eftir einvígi við Grindavík. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar aðeins 20 ára gamall og vissu menn löngu fyrir það að þessi strákur myndi skína skært sem atvinnumaður. Áður en Martin fór til Spánar spilaði hann í Frakklandi og Þýskalandi en þar spilaði hann með Alba Berlín og vann nokkra titla. Martin er núna að kljást við krossbandaslit en það ferli hefur gengið vel hjá honum síðustu sex mánuði og mun ekki trufla hann á morgun. Martin stefnir hátt þetta kvöld en ef það tekst ekki þá er hans eina markmið að tapa ekki gegn Tomma Steindórs. Fréttin hefur verið uppfærð. Pílukast Tengdar fréttir Tveir dagar í pílupartýið: Fótstór vonarstjarna og frægir veislustjórar Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 1. desember 2022 16:03 Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31 Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Sjá meira
Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á morgun og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Síðustu daga höfum við kynnst sex liðum og nú er komið að því að skoða tvö lið til viðbótar, og þá sérstaklega einn þeirra fjögurra keppenda sem verða einnig á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Kristjana Arnarsdóttir og Matthías Örn Friðriksson mynda sigurstranglegt teymi.Stöð 2 Sport Þegar það kemur að íslenskri pílu er nafnið Matthías Örn Friðriksson oft nefnt. Matti spilar fyrir Pílufélag Grindavíkur og hefur búið þar síðustu 10 ár en er uppalinn Dalvíkingur. Matti byrjaði sinn íþróttaferil sem miðjumaður í fótbolta þar sem hann hóf sinn ferill hjá Leiftri/Dalvík og færði sig fljótt yfir til Þórs á Akureyri. Hann spilaði með Þór til 2010 en færði sig svo til Grindavíkur og spilaði þar í átta ár þangað til hann ákvað að hætta í fótbolta og einbeita sér að pílu. Matti komst nefnilega ekki hjá því að spila pílu í einhverjum af þessum bílskúrum í mekka pílunnar, sem Grindavík er. Hann á nokkra titla á Íslandi og hefur stöðugt verið að bæta sinn leik með hverju ári og sást það vel á þessu ári þar sem hann komst inná stórmót í Danmörku en var óheppinn og heppinn að fá að mæta einum besta pílukastara heims, Peter Wright. Stressið fór alveg með Matta það kvöld og hann sá aldei til sólar. Matti átti ekki gott mót í Úrvalsdeildinni þetta ár en mun sennilega hefna fyrir það í Stjörnupílunni. Við hlið Matta mun standa ein af allra bestu íþróttafrétta- og sjónvarpskonum landsins, Kristjana Arnarsdóttir. Kristjana starfar hjá íþróttadeild RÚV og hefur sennilega séð um uppgjörsþætti frá öllum stærstu mótum íþrótta í heiminum. Einnig hefur hún verið frábær spyrill í Gettu Betur síðustu ár. Eiginmaður Kristjönu er einmitt atvinnukylfingurinn Harald Franklin Magnús. Þegar Kristjana fékk símtalið um með hverjum hún yrði í liði urðu viðbrögð hennar heldur betur mikil því hún verður jú með besta kastara Íslands. Pétur Rúðrik Guðmundsson og Martin Hermannsson mynda körfuboltapar í Stjörnupílunni.Stöð 2 Sport Pétri Rúðriki Guðmundssyni muna flestir eftir frá því að hann setti sitt mark á íslenskan körfubolta. Pétur spilaði lengi með Grindavík í körfu og er einmitt að spila undir Pílufélagi Grindavíkur þessa dagana. Pétri tókst hinsvegar ekki að verða Íslandsmeistari á sínum ferli í körfu en varð fjórum sinnum bikarmeistari, og tapaði reyndar sex sinnum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Hann er næstleikjahæsti leikmaður Grindavíkur með 300 leiki og 23. leikjahæsti leikmaður íslensku deildarinnar með 331 leiki. Pétur starfar sem kirkjuvörður og er meðhjálpari hjá Njarðvíkurprestakalli. Sonur Péturs er hinn ungi og efnilegi Alex Máni og mun verður meðal keppanda í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá Bullseye annað kvöld. Hann er einn af tveimur efnilegum leikmönnum sem fær svokallaðan „sýningarleik“ og getur því sýnt þjóðinni hvað í hann er spunnið. Þegar búið er að ræða um eitt körfuboltalegend þá voru auðvitað örlögin þau að hann endaði með einum af okkar allra bestu körfuboltamönnum frá upphafi. Martin Hermannsson mun standa við hlið Péturs og ætti stóra sviðið að vera lítið vandamál fyrir hann. Martin er atvinnumaður í körfubolta og spilar á hæsta stigi þar, nánar tiltekið með Valencia á Spáni. Martin kemur frá mikilli körfuboltafjölskyldu þar sem faðir hans á nokkra Íslandsmeistaratitla og er núna sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, Hermann Hauksson. KR flæðir um æðar Martins og varð hann Íslandsmeistari nokkrum sinnum með liðinu og síðasta árið hans á Íslandi, 2014, varð hann meistari eftir einvígi við Grindavík. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar aðeins 20 ára gamall og vissu menn löngu fyrir það að þessi strákur myndi skína skært sem atvinnumaður. Áður en Martin fór til Spánar spilaði hann í Frakklandi og Þýskalandi en þar spilaði hann með Alba Berlín og vann nokkra titla. Martin er núna að kljást við krossbandaslit en það ferli hefur gengið vel hjá honum síðustu sex mánuði og mun ekki trufla hann á morgun. Martin stefnir hátt þetta kvöld en ef það tekst ekki þá er hans eina markmið að tapa ekki gegn Tomma Steindórs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending)
Pílukast Tengdar fréttir Tveir dagar í pílupartýið: Fótstór vonarstjarna og frægir veislustjórar Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 1. desember 2022 16:03 Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31 Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Hörkuleikur í Smáranum Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Sjá meira
Tveir dagar í pílupartýið: Fótstór vonarstjarna og frægir veislustjórar Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 1. desember 2022 16:03
Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 30. nóvember 2022 15:31
Fjórir dagar í Stjörnupíluna: Meistari í bolluáti og kappsamur kylfingur Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. 29. nóvember 2022 15:46