Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2022 09:35 Leikskólabörn hafa verið reglulegir gestir í Ráðhúsi Reykjavíkur undanfarin ár. Bæði á skemmtunum en líka til í baráttu með foreldrum sínum fyrir plássi og betri kjörum leikskólakennara. Vísir/Vilhelm „Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“ Þetta segir í bréfi sem leikskólastjórar í Reykjavík sendu á borgarfulltrúa og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar 10. nóvember síðastliðinn. Í bréfinu eru gerðar verulegar athugasemdir við fregnir þess efnis að leikskólarnir í Reykjavík séu ofmannaðir sem nemur 75 starfsmönnum. Þá segir í bréfinu að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna og hlutfall fjárframlags borgarinnar til skóla- og frístundasviðs gagnrýnt. „Við hvetjum borgarstjórn til að sigla á önnur mið í sparnaðaraðgerðum. Það er sorglegt að enn og aftur er ráðist á grunnstoðirnar,“ segir í bréfinu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að óánægja leikskólastjóra í Reykjavík sé svo mikil að aðeins örfáir af 68 leikskólastjórum hafi mætt á samkomu sem skóla- og frístundasvið efndi til fyrir stjórnendur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva og félagsheimila til að þakka fyrir framgöngu þeirra í kórónuveirufaraldrinum. Flýja úr leikskólanum yfir í grunnskólann Í bréfinu segjast leikskólastjórnendur hafna þeirri skýringu borgarstjórnar að ofmönnun sé í leikskólunum vegna Covid-19. Í hagræðingaráætlun komi fram að segja þurfi þessum starfsmönnum upp en fyrir liggi að kennurum innan leikskólana hafi fækkað og séu um 20 prósent starfsmanna en 30 prósent áður. Þá hafi ekki tekist að manna allar stjórnendastöður. „Þetta misserið hafa óvenju margir leikskólastjórnendur óskað eftir starfslokasamningum, einnig hafa of margir leikskólastjórnendur sagt upp störfum þar sem þeir telja sig ekki lengur geta unnið við þær aðstæður sem starfseminni og þeim sjálfum er boðið upp á,“ segir í bréfinu. „Þannig að launakostnaður leikskólans ætti að lækka hratt.“ Þá er bent á að nú sé aðeins gefið út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara og vinnuaðstæður á leikskólunum standist ekki samanburð við vinnuaðstæður á öðrum skólastigum. Leikskólakennarar hafi valið að færa sig yfir í grunnskólann, þar sem starfsaðstæður séu betri og meiri virðing borin fyrir störfum þeirra. Leikskólastjórar gagnrýna harðlega að skóla- og frístundasvið og yfirstjórn þess fái úthlutað einum tíunda af þeirri fjárhæð sem rennur til leikskólanna, um 1,5 milljarði króna. Þar hafi engar kröfur verið uppi um uppsagnir en starfsmenn sviðsins séu 72. Í fjárhagsáætlun komi fram að kostnaður vegna ráðs og yfirstjórnar sé 1,3 milljarðar króna en miðlægir liðir 200 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur 68 milljarða. Af þessari fjárhæð er 68 borgarreknum leikskólum, þar af eru þrír sameinaðir grunnskólum og frístundaheimilum, úthlutað 17 milljörðum, eða 25% af heildarfjármagni málaflokksins. Það eru 2.000 starfsmenn á leikskólum Reykjavíkur.“ Skólastjórnendur segja ráðhúsið skorta skilning á málefnum leikskólanna. „Vandi leikskólanna er því mikill“ Leikskólastjórar segja fjárhagslíkanið fyrir leikskólana lögnu úrelt og grunnstöðugildi hafi ekki verið fjármögnuð í tvö ár. Sérkennslan sé verulega vanfjármögnuð og launaáætlun leikskólans sömuleiðis. Einn milljarð vanti inn í fjárhagslíkan leikskólans miðað við hóflegan rekstur. Í bréfinu segir einnig að um 10 prósent af leikskólahúsnæðinu í borginni hafi verið lokað vegna viðhaldsleysis og heilsuspillandi aðstæðna. Þá hafi leikskólar verið fluttir úr einu heilsuspillandi húsnæði í annað. Húsnæði sem ekki var talið boðlegt fullorðnum hafi þótt boðlegt fyrir börn og starfsmenn leikskóla. „Vandi leikskólanna er því mikill. Þetta ástand er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að viðverutími barna er hvað lengstur á því skólastigi, þau dvelja þar allt árið um kring fyrir utan fjórar vikur, þegar skólinn er lokaður að sumri.“ Því hefði mátt vænta að leikskólinn yrði látinn ganga fyrir í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs, segir í bréfinu, en svo sé ekki. Þar virðist því miður ekki ríkja skilningur á mikilvægi málaflokksins. „Allar rannsóknir sem snúa að uppeldisskilyrðum barna sýna okkur hversu mikilvægt er að hlúa vel að fyrsta æviskeiði barna og það mun skila sér inn í framtíðina.“ Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Þetta segir í bréfi sem leikskólastjórar í Reykjavík sendu á borgarfulltrúa og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar 10. nóvember síðastliðinn. Í bréfinu eru gerðar verulegar athugasemdir við fregnir þess efnis að leikskólarnir í Reykjavík séu ofmannaðir sem nemur 75 starfsmönnum. Þá segir í bréfinu að 400 milljónir vanti inn í rekstur leikskólanna og hlutfall fjárframlags borgarinnar til skóla- og frístundasviðs gagnrýnt. „Við hvetjum borgarstjórn til að sigla á önnur mið í sparnaðaraðgerðum. Það er sorglegt að enn og aftur er ráðist á grunnstoðirnar,“ segir í bréfinu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að óánægja leikskólastjóra í Reykjavík sé svo mikil að aðeins örfáir af 68 leikskólastjórum hafi mætt á samkomu sem skóla- og frístundasvið efndi til fyrir stjórnendur leikskóla, grunnskóla, frístundamiðstöðva og félagsheimila til að þakka fyrir framgöngu þeirra í kórónuveirufaraldrinum. Flýja úr leikskólanum yfir í grunnskólann Í bréfinu segjast leikskólastjórnendur hafna þeirri skýringu borgarstjórnar að ofmönnun sé í leikskólunum vegna Covid-19. Í hagræðingaráætlun komi fram að segja þurfi þessum starfsmönnum upp en fyrir liggi að kennurum innan leikskólana hafi fækkað og séu um 20 prósent starfsmanna en 30 prósent áður. Þá hafi ekki tekist að manna allar stjórnendastöður. „Þetta misserið hafa óvenju margir leikskólastjórnendur óskað eftir starfslokasamningum, einnig hafa of margir leikskólastjórnendur sagt upp störfum þar sem þeir telja sig ekki lengur geta unnið við þær aðstæður sem starfseminni og þeim sjálfum er boðið upp á,“ segir í bréfinu. „Þannig að launakostnaður leikskólans ætti að lækka hratt.“ Þá er bent á að nú sé aðeins gefið út eitt leyfisbréf fyrir alla kennara og vinnuaðstæður á leikskólunum standist ekki samanburð við vinnuaðstæður á öðrum skólastigum. Leikskólakennarar hafi valið að færa sig yfir í grunnskólann, þar sem starfsaðstæður séu betri og meiri virðing borin fyrir störfum þeirra. Leikskólastjórar gagnrýna harðlega að skóla- og frístundasvið og yfirstjórn þess fái úthlutað einum tíunda af þeirri fjárhæð sem rennur til leikskólanna, um 1,5 milljarði króna. Þar hafi engar kröfur verið uppi um uppsagnir en starfsmenn sviðsins séu 72. Í fjárhagsáætlun komi fram að kostnaður vegna ráðs og yfirstjórnar sé 1,3 milljarðar króna en miðlægir liðir 200 milljónir króna. „Fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar telur 68 milljarða. Af þessari fjárhæð er 68 borgarreknum leikskólum, þar af eru þrír sameinaðir grunnskólum og frístundaheimilum, úthlutað 17 milljörðum, eða 25% af heildarfjármagni málaflokksins. Það eru 2.000 starfsmenn á leikskólum Reykjavíkur.“ Skólastjórnendur segja ráðhúsið skorta skilning á málefnum leikskólanna. „Vandi leikskólanna er því mikill“ Leikskólastjórar segja fjárhagslíkanið fyrir leikskólana lögnu úrelt og grunnstöðugildi hafi ekki verið fjármögnuð í tvö ár. Sérkennslan sé verulega vanfjármögnuð og launaáætlun leikskólans sömuleiðis. Einn milljarð vanti inn í fjárhagslíkan leikskólans miðað við hóflegan rekstur. Í bréfinu segir einnig að um 10 prósent af leikskólahúsnæðinu í borginni hafi verið lokað vegna viðhaldsleysis og heilsuspillandi aðstæðna. Þá hafi leikskólar verið fluttir úr einu heilsuspillandi húsnæði í annað. Húsnæði sem ekki var talið boðlegt fullorðnum hafi þótt boðlegt fyrir börn og starfsmenn leikskóla. „Vandi leikskólanna er því mikill. Þetta ástand er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að viðverutími barna er hvað lengstur á því skólastigi, þau dvelja þar allt árið um kring fyrir utan fjórar vikur, þegar skólinn er lokaður að sumri.“ Því hefði mátt vænta að leikskólinn yrði látinn ganga fyrir í fjárhagsáætlun skóla- og frístundasviðs, segir í bréfinu, en svo sé ekki. Þar virðist því miður ekki ríkja skilningur á mikilvægi málaflokksins. „Allar rannsóknir sem snúa að uppeldisskilyrðum barna sýna okkur hversu mikilvægt er að hlúa vel að fyrsta æviskeiði barna og það mun skila sér inn í framtíðina.“
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira