Fullveldið er hjá þjóðinni Katrín Oddsdóttir skrifar 1. desember 2022 12:00 - Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
- Opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu Góðir landsmenn. Til hamingju með fullveldisdaginn, 1. desember. Ísland varð fullvalda ríki 1918. Því hefur verið fagnað árlega ávallt síðan. Svo er það fullveldi þjóðarinnar, fullveldi fólksins í landinu. Þar sem er fulltrúalýðræði þarf að minnast þess á hverjum degi að allt vald stafar frá þjóðinni. Enginn fer með opinbert pólitískt vald á Íslandi nema í umboði kjósenda. Í því ljósi er það þjóðin sem er fullvalda. Hún á lokaorðið í grundvallarmálum samfélagsins. Stjórnarskrárferli hófst á Íslandi upp úr hruni bankanna árið 2008, hruni sem einnig var siðferðilegt og pólitískt. Stjórnmálastéttin stóð uppi rúin trausti og fjármálakerfið í rúst. Ísland varð alræmt um allan heim. Stjórnarskrárferlið vakti hins vegar athygli og aðdáun umheimsins, og gerir enn. Það fæddi af sér tillögu að nýrri stjórnarskrá, skjal sem án efa verður talið eitt hið merkasta í sögu landsins. Alþingi óskaði sjálft eftir stjórnarskrártillögunni á grundvelli Þjóðfundarins 2010 og lagði hana svo í dóm þjóðarinnar. Þjóðin samþykkti 20. október 2012, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða, að sú tillaga skyldi verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Tíu ár eru frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána en úrslit kosningarinnar hafa enn ekki verið virt. Slíkt má ekki að gerast í lýðræðisríki. Í íslensku samfélagi og stjórnmálum eru öfl sem standa gegn fullveldisrétti þjóðarinnar og önnur sem heykjast á að verja hann. Sagan af því hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu eignaðist sína eigin stjórnarskrá er orðin raunalega löng og ljót. Hún ber íslenskum ráðamönnum, stjórnmálamenningu landsins og stjórnsýslu ófagurt vitni og undirstrikar þörfina á að skipta út bráðabirgðastjórnarskránni frá 1944 fyrir nútímalega og lýðræðislega stjórnarskrá. Frá Þjóðfundi árið 2010.Aðsend Stjórnarskrárfélagið heitir á fólkið í landinu að fylkja sér að baki þeim sem berjast fyrir nýju stjórnarskránni og eru reiðubúin að verja og sækja fullveldisrétt þjóðarinnar. Í orði og í verki og án þess að hika. Í lýðræðisríki á ekki og má ekki gefa eftir fullveldi þjóðarinnar. Lýðræðislegar grundvallarreglur verður að virða, alltaf og afdráttarlaust. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Nýtilkynnt áform forsætisráðherra um að ljúka málinu í samráði við almenning á næsta ári geta skilað árangri ef unnið er af heilindum. Í því felst að vinna með þær tillögur sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðafgreiðslu að skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Fullfrágengnar yrðu þær síðan enn lagðar í dóm kjósenda. Víkjum sérhagsmunum og andlýðræðislegum stjórnarháttum til hliðar og lögfestum nýju stjórnarskrána með lýðræði og lýðræðislegar grundvallarreglur að leiðarljósi. Minnumst svo á hverju ári fullveldis þjóðarinnar, stjórnarskrárdagsins, 20. október. F. h. Stjórnarskrárfélagsins, Katrín Oddsdóttir, formaður, Hjörtur Hjartarson, Ingólfur Hermannsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson, Þórir Baldursson
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun