Í samtali við fréttastofu segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, að Lovísa fylli í skarð Ara Brynjólfssonar sem hætti sem fréttastjóri hjá blaðinu í apríl á þessu ári. Hann segir skipuritið vera svoleiðis að Lovísa verði fréttastjóri ásamt Aðalheiði Ámundadóttur, síðan er Garðar Úlfarsson aðstoðarritstjóri og Sigmundur sjálfur ritstjóri.
Greint er frá ráðningunni á vef Fréttablaðsins en þar segir að Lovísa sé með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í mannréttindafræðum frá UCL í London.