Rétturinn til að gleymast ekki algildur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að á hverju ári leiti nokkrir einstaklingar til Persónuverndar vegna synjunar frá Google LLC. Vísir/Egill Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google. Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“ Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“
Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08
Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53