Óvæntu stjörnurnar í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2022 10:15 Nokkrir af þeim leikmönnum sem hafa slegið í gegn í Olís-deild karla í vetur. grafík/sara Vísir fer yfir tíu leikmenn sem voru ekki endilega þekktustu stærðirnar fyrir tímabilið en hafa spilað vel í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Jakob Ingi Stefánsson, Gróttu Jakob Ingi Stefánsson fékk nánast ekkert að spila á síðasta tímabili en hefur tekið aukinni ábyrgð fagnandi.vísir/hulda margrét Jakob hefur farið úr því að fá varla mínútu yfir í að vera einn besti vinstri hornamaður Olís-deildarinnar. Hann stimplaði sig strax inn með sjö mörkum í fyrsta leik Gróttu á tímabilinu. Jakob sýndi fádæma öryggi í upphafi móts og skoraði úr fyrstu sautján skotum sínum í Olís-deildinni og klikkaði ekki á skoti fyrr en í fjórða leik. Hann hefur alls skorað 44 mörk í vetur. Skotnýtingin er frábær, eða 77 prósent. Bruno Bernat, KA Bruno Bernat grýtir boltanum fram völlinn.vísir/diego KA er með bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni í vetur, eða 34,6 prósent. Nicholas Satchwell hefur verið góður en Bruno enn betri. Hann er með 35,8 prósent hlutfallsmarkvörslu en enginn markvörður sem hefur spilað eitthvað af ráði er með betri markvörslu. Bruno hefur átt margar góðar innkomur, sérstaklega gegn Fram í Úlfarsárdalnum, og það er spurning hvort hann fái ekki fljótlega tækifæri til að byrja leiki. Mikel Amilibia Aristi, Herði Mikel Amilibia Aristi er duglegur að spila samherja sína uppi.vísir/hulda margrét Færa má rök fyrir því að allir leikmenn Harðar hafi komið á óvart í vetur enda nánast allir á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni. Einn besti leikmaður Ísfirðinga í vetur er spænski leikstjórnandinn Mikel. Hann hefur skorað 32 mörk og er fjórði markahæsti Harðverjinn í Olís-deildinni. Þá hefur Mikel gefið 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem er það sjöunda mesta í deildinni. Hann gæti vel átt framtíð í Olís-deildinni þótt Hörður eigi það kannski ekki. Þórður Tandri Ágústsson, Stjörnunni Þórður Tandri Ágústsson (lengst til vinstri) hefur tekið miklum framförum frá síðasta tímabili.vísir/diego Þórður kom til Stjörnunnar frá Þór á Akureyri fyrir síðasta tímabil. Það var hálfgert aðlögunartímabil hjá honum en í vetur hefur hann sprungið út. Þórður er einfaldlega einn allra besti línumaður deildarinnar. Hann hefur skorað fjörutíu mörk og er næstmarkahæsti leikmaður Stjörnunnar í Olís-deildinni. Og skotnýtingin er alls ekkert slor, eða 75,5 prósent. Spilamennska Stjörnumanna hefur verið upp og ofan en ekkert er hægt að kvarta yfir frammistöðu Þórðar. Reynir Þór Stefánsson, Fram Þrátt fyrir að vera fæddur 2005 er Reynir Þór Stefánsson í stóru hlutverki í sóknarleik Fram.vísir/diego Reynir fékk eldskírn sína með Fram undir lok síðasta tímabils. Í vetur hefur hann svo tekið næsta skref. Reynir er aðeins sautján ára en spilar eins og hann sé 27 ára. Hann er ótrúlega þroskaður þótt kennitalan segi annað. Það sést meðal annars á því að Reynir stýrir sóknarleik Fram vel og er aðeins með 0,5 tapaðan bolta að meðaltali í leik. Hann hefur skorað 36 mörk í Olís-deildinni og er meðal markahæstu leikmanna Fram. Reynir getur þó enn bætt sig, til að mynda með því fjölga stoðsendingum sínum. En framtíðin er hans og hún er björt. Janus Dam Djurhuus, ÍBV Janus Dam Djurhuus (með mottuna) hefur reynst ÍBV góður liðsstyrkur.vísir/diego Eyjamenn hafa sótt á færeysk mið undanfarin tvö ár. Í fyrra fengu þeir hinn fjölhæfa Dánjal Ragnarsson og í ár vinstri hornamanninn Janus. Hann hefur smollið vel inn í lið ÍBV og styrkt veikustu stöðu liðsins á síðasta tímabili. Janus hefur skorað 31 mark og er með stórgóða 77,5 prósent skotnýtingu. Hann er hluti af gríðarlega sterkum 2002-árgangi færeyska landsliðsins ásamt meðal annars Eliasi Ellefsen á Skipagötu, verðandi leikmanni Kiel. Suguru Hikawa, Herði Suguru Hikawa er flottur fulltrúi Japans í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Leikur Sugurus er eins og Mackintosh kassi. Þar eru góðir molar og vondir molar. Hann tapar boltanum fulloft og tekur skrítin skot. En Suguru skorar og getur gert það nánast upp á eigin spýtur. Hann er markahæsti leikmaður Harðar í vetur með 55 mörk og ágætis 58,5 prósent skotnýtingu. Gaman væri að sjá Suguru í liði þar sem hann er með jafn mikla sóknarábyrgð og hann gæti eflaust nýst vel sem eins ísbrjótur inn af bekknum þegar allt er frosið. Jakob Martin Ásgeirsson, FH Jakob Martin Ásgeirsson er alltaf að verða betri og betri.vísir/hulda margrét Formannssonurinn úr Firðinum er á sínu þriðja tímabili sem fyrsti hornamaður FH. Jakob var góður í fyrra en það er mikill munur á honum milli ára. Hann er áfram gríðarlega öflugur í vörninni og hefur bætt sig mikið í sókninni. Jakob er næstmarkahæsti leikmaður FH í vetur með 48 mörk og skotnýtingin er fyrirtak, eða 71,6 prósent. Jakob hefur átt risastóran þátt í frábæru gengi FH að undanförnu en liðið hefur unnið átta leiki í röð í deild og bikar. Luka Vukicevic, Fram Luka Vukicevic kom til Fram frá Bregenz í Austurríki fyrir tímabilið.vísir/hulda margrét Fyrir tímabilið þótti Luka vera óskrifaða blaðið en Marko Coric öruggari kosturinn. En það hefur ekki alveg verið þannig. Marko hefur verið ágætur en er algjör klaufi í dauðafærunum. Á meðan hefur Luka verið ein besta hægri skytta deildarinnar. Hann er frábær maður gegn manni og ótrúlega drjúgur í gegnumbrotunum. Luka hefur skorað 56 mörk og er markahæsti Frammarinn í Olís-deildinni. Hann átti sennilega besta hálfleik leikmanns á tímabilinu gegn Haukum en þá skoraði hann níu mörk í fyrri hálfleik. Viktor Sigurðsson, ÍR Viktor Sigurðsson er algjör lykilmaður hjá ÍR.vísir/vilhelm Viktor þefaði fyrst af Olísinu á þarsíðasta tímabili en er nú mættur aftur í deild þeirra bestu og mun tilbúnari en síðast. Hann er algjör lykilmaður hjá ÍR og má varla missa af mínútu hjá nýliðunum. Viktor er 57 marka maður í vetur og er þar að auki með 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Aðeins sjö leikmenn eru með fleiri stoðsendingar í leik í Olís-deildinni. Viktor er reyndar búinn að tapa flestum boltum í deildinni og þarf að skera niður á því sviði. Óvíst er hvort ÍR verði í Olís-deildinni á næsta tímabili en Viktor verður líklega þar enda búinn að vinna sér fyrir því. Olís-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira
Jakob Ingi Stefánsson, Gróttu Jakob Ingi Stefánsson fékk nánast ekkert að spila á síðasta tímabili en hefur tekið aukinni ábyrgð fagnandi.vísir/hulda margrét Jakob hefur farið úr því að fá varla mínútu yfir í að vera einn besti vinstri hornamaður Olís-deildarinnar. Hann stimplaði sig strax inn með sjö mörkum í fyrsta leik Gróttu á tímabilinu. Jakob sýndi fádæma öryggi í upphafi móts og skoraði úr fyrstu sautján skotum sínum í Olís-deildinni og klikkaði ekki á skoti fyrr en í fjórða leik. Hann hefur alls skorað 44 mörk í vetur. Skotnýtingin er frábær, eða 77 prósent. Bruno Bernat, KA Bruno Bernat grýtir boltanum fram völlinn.vísir/diego KA er með bestu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni í vetur, eða 34,6 prósent. Nicholas Satchwell hefur verið góður en Bruno enn betri. Hann er með 35,8 prósent hlutfallsmarkvörslu en enginn markvörður sem hefur spilað eitthvað af ráði er með betri markvörslu. Bruno hefur átt margar góðar innkomur, sérstaklega gegn Fram í Úlfarsárdalnum, og það er spurning hvort hann fái ekki fljótlega tækifæri til að byrja leiki. Mikel Amilibia Aristi, Herði Mikel Amilibia Aristi er duglegur að spila samherja sína uppi.vísir/hulda margrét Færa má rök fyrir því að allir leikmenn Harðar hafi komið á óvart í vetur enda nánast allir á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni. Einn besti leikmaður Ísfirðinga í vetur er spænski leikstjórnandinn Mikel. Hann hefur skorað 32 mörk og er fjórði markahæsti Harðverjinn í Olís-deildinni. Þá hefur Mikel gefið 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem er það sjöunda mesta í deildinni. Hann gæti vel átt framtíð í Olís-deildinni þótt Hörður eigi það kannski ekki. Þórður Tandri Ágústsson, Stjörnunni Þórður Tandri Ágústsson (lengst til vinstri) hefur tekið miklum framförum frá síðasta tímabili.vísir/diego Þórður kom til Stjörnunnar frá Þór á Akureyri fyrir síðasta tímabil. Það var hálfgert aðlögunartímabil hjá honum en í vetur hefur hann sprungið út. Þórður er einfaldlega einn allra besti línumaður deildarinnar. Hann hefur skorað fjörutíu mörk og er næstmarkahæsti leikmaður Stjörnunnar í Olís-deildinni. Og skotnýtingin er alls ekkert slor, eða 75,5 prósent. Spilamennska Stjörnumanna hefur verið upp og ofan en ekkert er hægt að kvarta yfir frammistöðu Þórðar. Reynir Þór Stefánsson, Fram Þrátt fyrir að vera fæddur 2005 er Reynir Þór Stefánsson í stóru hlutverki í sóknarleik Fram.vísir/diego Reynir fékk eldskírn sína með Fram undir lok síðasta tímabils. Í vetur hefur hann svo tekið næsta skref. Reynir er aðeins sautján ára en spilar eins og hann sé 27 ára. Hann er ótrúlega þroskaður þótt kennitalan segi annað. Það sést meðal annars á því að Reynir stýrir sóknarleik Fram vel og er aðeins með 0,5 tapaðan bolta að meðaltali í leik. Hann hefur skorað 36 mörk í Olís-deildinni og er meðal markahæstu leikmanna Fram. Reynir getur þó enn bætt sig, til að mynda með því fjölga stoðsendingum sínum. En framtíðin er hans og hún er björt. Janus Dam Djurhuus, ÍBV Janus Dam Djurhuus (með mottuna) hefur reynst ÍBV góður liðsstyrkur.vísir/diego Eyjamenn hafa sótt á færeysk mið undanfarin tvö ár. Í fyrra fengu þeir hinn fjölhæfa Dánjal Ragnarsson og í ár vinstri hornamanninn Janus. Hann hefur smollið vel inn í lið ÍBV og styrkt veikustu stöðu liðsins á síðasta tímabili. Janus hefur skorað 31 mark og er með stórgóða 77,5 prósent skotnýtingu. Hann er hluti af gríðarlega sterkum 2002-árgangi færeyska landsliðsins ásamt meðal annars Eliasi Ellefsen á Skipagötu, verðandi leikmanni Kiel. Suguru Hikawa, Herði Suguru Hikawa er flottur fulltrúi Japans í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Leikur Sugurus er eins og Mackintosh kassi. Þar eru góðir molar og vondir molar. Hann tapar boltanum fulloft og tekur skrítin skot. En Suguru skorar og getur gert það nánast upp á eigin spýtur. Hann er markahæsti leikmaður Harðar í vetur með 55 mörk og ágætis 58,5 prósent skotnýtingu. Gaman væri að sjá Suguru í liði þar sem hann er með jafn mikla sóknarábyrgð og hann gæti eflaust nýst vel sem eins ísbrjótur inn af bekknum þegar allt er frosið. Jakob Martin Ásgeirsson, FH Jakob Martin Ásgeirsson er alltaf að verða betri og betri.vísir/hulda margrét Formannssonurinn úr Firðinum er á sínu þriðja tímabili sem fyrsti hornamaður FH. Jakob var góður í fyrra en það er mikill munur á honum milli ára. Hann er áfram gríðarlega öflugur í vörninni og hefur bætt sig mikið í sókninni. Jakob er næstmarkahæsti leikmaður FH í vetur með 48 mörk og skotnýtingin er fyrirtak, eða 71,6 prósent. Jakob hefur átt risastóran þátt í frábæru gengi FH að undanförnu en liðið hefur unnið átta leiki í röð í deild og bikar. Luka Vukicevic, Fram Luka Vukicevic kom til Fram frá Bregenz í Austurríki fyrir tímabilið.vísir/hulda margrét Fyrir tímabilið þótti Luka vera óskrifaða blaðið en Marko Coric öruggari kosturinn. En það hefur ekki alveg verið þannig. Marko hefur verið ágætur en er algjör klaufi í dauðafærunum. Á meðan hefur Luka verið ein besta hægri skytta deildarinnar. Hann er frábær maður gegn manni og ótrúlega drjúgur í gegnumbrotunum. Luka hefur skorað 56 mörk og er markahæsti Frammarinn í Olís-deildinni. Hann átti sennilega besta hálfleik leikmanns á tímabilinu gegn Haukum en þá skoraði hann níu mörk í fyrri hálfleik. Viktor Sigurðsson, ÍR Viktor Sigurðsson er algjör lykilmaður hjá ÍR.vísir/vilhelm Viktor þefaði fyrst af Olísinu á þarsíðasta tímabili en er nú mættur aftur í deild þeirra bestu og mun tilbúnari en síðast. Hann er algjör lykilmaður hjá ÍR og má varla missa af mínútu hjá nýliðunum. Viktor er 57 marka maður í vetur og er þar að auki með 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Aðeins sjö leikmenn eru með fleiri stoðsendingar í leik í Olís-deildinni. Viktor er reyndar búinn að tapa flestum boltum í deildinni og þarf að skera niður á því sviði. Óvíst er hvort ÍR verði í Olís-deildinni á næsta tímabili en Viktor verður líklega þar enda búinn að vinna sér fyrir því.
Olís-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Sjá meira