Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2022 07:09 Ávinningurinn af lyfinu virðist hóflegur en er talin aukast með tímanum. Getty Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. Uppsöfnun prótínsins í heilanum veldur dauða heilafruma og hefur í langan tíma verið talin ein af megin orsökum alzheimers-sjúkdómsins. Vísindamenn segja lyfið marka tímamót í baráttunni gegn alzheimers en samkvæmt rannsóknum hægði það á framþróun sjúkdómsins hjá sjúklingum á byrjunarstigum. Þrátt fyrir að ávinningurinn af lyfinu virðist takmarkaður muni hann líklega aukast með tímanum. Enn er ekki vitað hversu stórt hlutverk uppsöfnun APP í heilanum spilar í framþróun alzheimers-sjúkdómsins en hún virðist hafa alvarleg áhrif hjá þeim sem hafa erft stökkbreytingar sem hafa áhrif á niðurbrot APP prótínsins og viðbrögð líkamans við því. Þess má geta að Íslensk erfðagreining hefur rannsakað umræddar stökkbreytingar og fundið aðra stökkbreytingu sem verndar gegn sjúkdómnum. Fyrirtækin sem standa að lyfinu, Biogen í Bandaríkjunum og Eisai í Japan, greindu frá frumniðurstöðum rannsókna sinna í september en þær voru ekki birtar fyrr en í gær, í New England Journal of Medicine. Rannsóknirnar leiddu í ljós að lyfið dró úr heilahrörnun sem nemur 27 prósentum á 18 mánuðum. Talið er að um 55 milljónir manna um allan heim þjáist af heilabilun og að um tveir þriðjuhlutar þessa hóps þjáist af alzheimera-sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er helsta dánarorsökin á Bretlandseyjum, þar sem flestir látast innan sjö ára frá greiningu. Hann er sagður kosta breska heilbrigðiskerfið 25 milljarða punda á ári. Hér má finna umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Uppsöfnun prótínsins í heilanum veldur dauða heilafruma og hefur í langan tíma verið talin ein af megin orsökum alzheimers-sjúkdómsins. Vísindamenn segja lyfið marka tímamót í baráttunni gegn alzheimers en samkvæmt rannsóknum hægði það á framþróun sjúkdómsins hjá sjúklingum á byrjunarstigum. Þrátt fyrir að ávinningurinn af lyfinu virðist takmarkaður muni hann líklega aukast með tímanum. Enn er ekki vitað hversu stórt hlutverk uppsöfnun APP í heilanum spilar í framþróun alzheimers-sjúkdómsins en hún virðist hafa alvarleg áhrif hjá þeim sem hafa erft stökkbreytingar sem hafa áhrif á niðurbrot APP prótínsins og viðbrögð líkamans við því. Þess má geta að Íslensk erfðagreining hefur rannsakað umræddar stökkbreytingar og fundið aðra stökkbreytingu sem verndar gegn sjúkdómnum. Fyrirtækin sem standa að lyfinu, Biogen í Bandaríkjunum og Eisai í Japan, greindu frá frumniðurstöðum rannsókna sinna í september en þær voru ekki birtar fyrr en í gær, í New England Journal of Medicine. Rannsóknirnar leiddu í ljós að lyfið dró úr heilahrörnun sem nemur 27 prósentum á 18 mánuðum. Talið er að um 55 milljónir manna um allan heim þjáist af heilabilun og að um tveir þriðjuhlutar þessa hóps þjáist af alzheimera-sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er helsta dánarorsökin á Bretlandseyjum, þar sem flestir látast innan sjö ára frá greiningu. Hann er sagður kosta breska heilbrigðiskerfið 25 milljarða punda á ári. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira