„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 09:31 Kristján Örn Kristjánsson verður að líkindum ekki með í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira