Segir stærsta hluta nýrra íbúða enda í höndum eignafólks Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 28. nóvember 2022 22:41 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að almenningur fái húsnæði á viðráðanlegu verði. Vísir/Vilhelm Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Formanni samtaka leigjanda líst ekkert á stöðuna og segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að útvega almenningi húsnæði á viðráðanlegu verði. Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar kom fram gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Stærstur hluti endar í höndum eignafólks Formaður samtaka leigjanda, Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir að þeim hjá samtökunum lítist ekkert á þróunina. Bæði sé verið að byggja allt of lítið og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði hafi dregist mikið saman frá árinu 2005 miðað við fólksfjölgun. „Frá árunum 2005 til 2022 hefur framleiðni dregist saman um 40%. Bæði er það þannig og að það sem þó er verið að byggja, stærsti hluti íbúða endar í höndunum á lögaðilum og eignarfólki sem er að koma þessu út á leigumarkaðinn. Þannig að þessi þróun hefur gríðarlega slæm áhrif á leigumarkaðinn, bæði skorturinn og það að það séu ekki takmörk á því hverjir geta eignast þær íbúðir sem koma á markað," segir Guðmundur. Aðspurður um hvað sé hægt að gera segir Guðmundur ríkið og sveitarfélögin bera ábyrgð, þau eigi að útvega húsnæði. „Það voru sett húsnæðislög einmitt til að tryggja það að almenningur fengi húsnæði á viðráðanlegu verði. Það stendur líka í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið undirritaður og allir viðaukar við hann, nema sá viðauki sem heimilar íslenskum borgurum að fara með mál sitt fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þegar verið er að brjóta á réttindum þeirra þegar kemur að öruggu húsnæði." Þegar talið berst að unga fólkinu og stöðu þeirra segir Guðmundur að þrefalt hærra hlutfall íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum miðað við Norðurlöndin. Það skapar mikla lýðfræðilega hættu að svona ástand skuli viðgangast ár eftir ár.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira