„Ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2022 22:30 Strákarnir hans Sigursteins Arndal hafa unnið átta leiki í röð í deild og bikar. vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var kátur eftir sigurinn á Aftureldingu, 38-33, í kvöld. Fyrir leikinn var mikil athöfn þegar Geir Hallsteinsson var heiðraður fyrir áratuga framlag til FH og leikmenn liðsins heiðruðu hann líka á sinn hátt, með frábærum leik og góðum sigri. „Það var ætlunin því ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi. Honum fannst FH-ingar koma til leiks af miklum krafti og gefa tóninn strax í upphafi. „Ég var ánægður með kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Við áttum góða kafla í vörninni sem bjuggu til tækifæri til að keyra vel á þá. Svo gekk sóknarleikurinn mjög vel og það var mjög ánægjulegt,“ sagði Sigursteinn. Í fyrri hálfleik bar mest á Ásbirni Friðrikssyni en í þeim seinni fór Jóhannes Berg Andrason mikinn og skoraði þá átta af tíu mörkum sínum. „Hann var frábær en hefur átt marga mjög góða leiki. Hann er ungur, gerir sín mistök en hann þarf bara að halda áfram að vinna vel á hverjum eins og hann er vanur að gera og þá fáum við vonandi fleiri svona leiki,“ sagði Sigursteinn. FH hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð og er fjórum stigum frá toppliði Vals. Aðspurður um markmið FH-inga tók Sigursteinn út úr klisjubankanum. „Við horfum bara á næsta leik. Er það ekki ömurleg lumma? Við erum bara í því að reyna að bæta okkur viku frá viku og markmiðið er að gera það áfram. En við viljum að sjálfsögðu enda sem efst í deildinni. Það gefur auga leið,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
„Það var ætlunin því ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi. Honum fannst FH-ingar koma til leiks af miklum krafti og gefa tóninn strax í upphafi. „Ég var ánægður með kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Við áttum góða kafla í vörninni sem bjuggu til tækifæri til að keyra vel á þá. Svo gekk sóknarleikurinn mjög vel og það var mjög ánægjulegt,“ sagði Sigursteinn. Í fyrri hálfleik bar mest á Ásbirni Friðrikssyni en í þeim seinni fór Jóhannes Berg Andrason mikinn og skoraði þá átta af tíu mörkum sínum. „Hann var frábær en hefur átt marga mjög góða leiki. Hann er ungur, gerir sín mistök en hann þarf bara að halda áfram að vinna vel á hverjum eins og hann er vanur að gera og þá fáum við vonandi fleiri svona leiki,“ sagði Sigursteinn. FH hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð og er fjórum stigum frá toppliði Vals. Aðspurður um markmið FH-inga tók Sigursteinn út úr klisjubankanum. „Við horfum bara á næsta leik. Er það ekki ömurleg lumma? Við erum bara í því að reyna að bæta okkur viku frá viku og markmiðið er að gera það áfram. En við viljum að sjálfsögðu enda sem efst í deildinni. Það gefur auga leið,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira