Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 13:30 Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Vísir Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Af heildarfjölda voru um tvö þúsund og níu hundruð í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þorsteinn Arnalds tölfræðingur hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir að það þurfi að klára um þrjú til fjögurþúsund íbúðir á ári næstu fimm ár til að fullnægja þörfinni. Þetta sé því ekki nóg. „Það má því segja að það taki að jafnaði um tvö ár að byggja hverja íbúð. Ef við ætlum að hafa svona þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á ári hverju þá þyrftu um sex þúsund að vera í byggingu á hverju ári,“ segir hann. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur tekið saman tölur fyrir þetta ár. „Miðað við þær talningar sem við höfum gert á þessu ári á íbúðum sem eru í byggingu verða um þrjú þúsund íbúðir kláraðar á þessu ári,“ segir hann. Tæplega tíu þúsund færri voru búsettir hér á landi í ársbyrjun í fyrra samkvæmt manntali Hagstofunnar en kom fram í Þjóðskrá. Mest munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga. Þorsteinn segir þetta hafa einhver áhrif á þörf á nýju húsnæði. „Þegar við erum að meta þörfina fyrir íbúðir tökum við árið 2016 sem nokkurs konar núll punkt en þar gerðum við ráð fyrir að fjöldi íbúða og þörfin hefði mæst. Það skiptir þá máli hvaða breytingar hafa orðið frá þeim tíma, við teljum þó að skekkjan sé ekki tíu þúsund manns eins og kemur þarna fram,“ segir hann. Þorsteinn segir að dregið hafi úr eftirspurn eftir húsnæði en líklega séu helstu ástæður þess hátt verð og vaxtarstig. Eftirspurnin sé mögulega falin því ungt fólk búi lengur heima hjá sér en áður. „Það hefur töluvert dregið úr sölu sem sagt kaupsamningum hefur fækkað. Samhliða því hefur íbúðum til sölu fjölgað en þær eru enn ekki það margar að það sé komið offramboð. Heldur var markaðurinn orðinn nánast þurrausinn. Fjöldi íbúða til sölu núna er tiltölulega heilbrigður,“ segir hann. Verðið leiti frekar upp á við Þorsteinn segir að húsnæðisverð leiti enn upp á við. „Það eru ekki merki um verðlækkanir enn sem komið er. Þær mælingar sem við höfum gert sýna að verðið er frekar að leita upp á við. Við erum þó ekki alveg með rauntímamælingar þannig yfirleitt er um tveggja mánaða seinkun á gögnum til okkar,“ segir Þorsteinn að lokum.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hver fasteignaauglýsing fær nú umtalsvert færri smelli Hver fasteignaauglýsing fær að jafnaði umtalsvert færri smelli nú en áður sem gefur til kynna að færri séu að leita sér að íbúð. Í febrúar síðastliðinn, þegar framboð íbúða var í lágmarki, fékk hver auglýsing á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali 149 smelli á dag en í fyrri hluta nóvember var sú tala komin niður í 42. 24. nóvember 2022 07:52