Eftir afleitan fyrsta leikhluta þar sem gestirnir í Estudiantes skoruðu 31 stig gegn aðeins 18 stigum heimamanna bættu Ægir og félgar um betur í öðrum leikhluta og skoruðu 28 stig gegn aðeins 12 stigum gestanna og staðan var því 46-43, Alicantge í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Það sem eftir lifði leiks ríkti jafnræði með liðunum og þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn, 64-64.
Heimamenn í Alicante reyndust þó sterkari á lokakaflanum og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 89-85.
Með sigrinum lyftir liðið sér upp um sex sæti, úr því tíunda og upp í það fjórða. Alicante er nú með 13 stig eftir átta leiki, einu stigi minna en Estudiantes sem situr sæti ofar.
Ægir átti sannkallaðan stórleik fyrir Alicante í kvöld þar sem hann skoraði 25 stig, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 26 mínútum.