Engar skaðabætur vegna uppsagnar eftir hótanir barnsföður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2022 15:16 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað skaðabótakröfu konu sem sagt var upp störfum vegna þess að barnsfaðir hennar hótaði samstarfsmanni hennar ítrekað og á alvarlegan hátt. Fyrirtækið mat það svo að konan hafi rofið trúnað um samskiptasamning sem gerður var á milli hennar og samstarfsmanns hennar. Konunni var sagt upp störfum sem verkefnastjóra hjá ótilgreindu fyrirtæki í Reykjavík. Á síðasta ári var henni sagt upp störfum á þeim grundvelli að hún hefði gerst sek um trúnaðarbrot með því að virða ekki samskiptasamning við annan starfsmann fyrirtækisins. Í dómi héraðsdóms segir að umræddur samningur hafi verið gerður árið 2020 vegna atviks sem kom upp í gleðskap starfsmanna fyrirtækisins í heimahúsi árið áður. Samningurinn var gerður eftir að konan taldi sig orðið fyrir áreitni af hálfu samstarfsmannsins. Samstarfið gekk vel framan af Rakið er í dómnum að samstarf þeirra tveggja hafi gengið vel í þrettán mánuði eftir að umræddur samningur var undirritaður. Á síðasta ári barst samstarfsmanninum hins vegar skilaboð frá barnsföður konunnar þar sem hann var krafinn um greiðslu peninga vegna málsins auk þess sem að honum var hótað líkamsmeiðingum. Svo virðist sem að barnsfaðirinn hafi ítrekað sent manninum skilaboð en í dómi Héraðsdóms segir að skilaboðin hafi „að geyma mjög grófar og alvarlegar hótanir um líkamsmeiðingar gagnvart fjölskyldu hans, eiginkonu, börnum og foreldrum ef greiðslur verði ekki inntar af hendi.“ Örlagaríkur fundur Kvartaði samstarfsmaðurinn yfir því við forráðamann fyrirtækisins. Var konan því boðuð á fund til þess að fara yfir þá stöðu sem upp var komin á vinnustaðnum. Nokkrum klukkustundum eftir að þeim fundi lauk bárust enn frekari hótanir til samstarfsmannsins frá barnsföður konunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að skilaboðin væru þess eðlis að konan hefði veitt barnsföður sínum trúnaðarupplýsingar af fundinum. Fyrir dómi sagðist framkvæmdastjórinn þá hafa litið svo á að umræddar hótanir hefðu ekki aðeins sett samstarfsmanninn í hættu heldur starfsemi fyrirtækisins. Hafði hann þá talið að ekki kæmi til greina að konan starfaði áfram hjá fyrirtækinu. Því hafi verið ákveðið að segja henni upp störfum. Hafi aðeins hringt til að biðja hann um að hætta hótunum Konan taldi að uppsögn hennar hefði verið ólögmæt. Umræddar hótanir hafi verið henni óviðkomandi og ekki settar fram fyrir hennar tilstilli eða vilja. Háttsemi hennar að hringja í barnsföður hennar, upplýsa hann um að hún hafi heyrt af hótunum hans og beiðni um að láta af þeim gæti ekki fallist undir skilyrði riftunar ráðningarsambands hennar og fyrirtækisins. Krafðist hún þess að fá greiddar rúmlega þrjár milljónir krína vegna ógreiddra launa auk tíu milljónir króna í skaðabætur. Fyrirtækið krafðist sýknu í málinu og byggði það á því að um hafi verið að ræða alvarlegar hótanir. Þá hélt fyrirtækið því fram fyrir dómi að aldrei hafi staðið til að segja konuninni upp á umræddum fundi sem minnst var á hér að ofan. Markmiðið hafi verið að fá hana til samvinnu um lausn á því vandamáli sem hótanir barnsföður hennar væru. Eftir að hótanir bárust skömmu eftir fundinn sem báru það með sér að konan hefði veitt barnsföður hennar upplýsingar um það sem fram kom á fundinum hafi ekki verið annað í stöðunni en að segja konunni upp. Gat ekki gefið trúverðugar skýringar Í dómi Héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar í málinu að konan hafi hafi á þessum tíma, rúmu ári eftir gerð samskiptasamnings, rætt við barnsföður sinn um atvikið með þeim hætti að hann taldi sig ítrekað þurfa að senda samstarfsmanni stefnanda alvarlegar hótanir, meðal annarrs um líkamsmeiðingar. Engin trúverðug skýring hafi komið fram af hálfu hennar hvers vegna svo „heiftúðug skilaboð“ tóku skyndilega að berast frá barnsföður hennar sem hún var í samskiptum við á sama tíma þegar svo langur tími var liðinn frá atvikinu. Ekki hafi hún aðeins gert samkomulag um að ræða ekki við óviðkomandi um atvikið sem sátt hafði verið gerð um heldur verði að telja í ljósi grófleika hótananna og tímasetningu þeirra ótrúverðugt að hún hafi ekki rætt það sérstaklega við barnsföður sinn. Ásamt því að greina honum efnislega frá fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem málið var rætt. Þar með beri hún ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hóf að senda umræddar hótanir, þó ekkert verði fullyrt um hvort henni hafi verið kunnugt um efni þeirra. „Þegar atvik málsins eru metin heildstætt, atburðarásin og alvarleiki þeirra hótana sem höfðu borist, ásamt broti stefnanda á samskiptasamningnum, verður að telja að svo alvarleg staða hafi verið komin upp í starfsemi stefnda að honum hafi verið rétt að rifta ráðningarsamningi sínum við stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms sem sýknaði fyrirtækið af kröfum konunnar. Dómsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Konunni var sagt upp störfum sem verkefnastjóra hjá ótilgreindu fyrirtæki í Reykjavík. Á síðasta ári var henni sagt upp störfum á þeim grundvelli að hún hefði gerst sek um trúnaðarbrot með því að virða ekki samskiptasamning við annan starfsmann fyrirtækisins. Í dómi héraðsdóms segir að umræddur samningur hafi verið gerður árið 2020 vegna atviks sem kom upp í gleðskap starfsmanna fyrirtækisins í heimahúsi árið áður. Samningurinn var gerður eftir að konan taldi sig orðið fyrir áreitni af hálfu samstarfsmannsins. Samstarfið gekk vel framan af Rakið er í dómnum að samstarf þeirra tveggja hafi gengið vel í þrettán mánuði eftir að umræddur samningur var undirritaður. Á síðasta ári barst samstarfsmanninum hins vegar skilaboð frá barnsföður konunnar þar sem hann var krafinn um greiðslu peninga vegna málsins auk þess sem að honum var hótað líkamsmeiðingum. Svo virðist sem að barnsfaðirinn hafi ítrekað sent manninum skilaboð en í dómi Héraðsdóms segir að skilaboðin hafi „að geyma mjög grófar og alvarlegar hótanir um líkamsmeiðingar gagnvart fjölskyldu hans, eiginkonu, börnum og foreldrum ef greiðslur verði ekki inntar af hendi.“ Örlagaríkur fundur Kvartaði samstarfsmaðurinn yfir því við forráðamann fyrirtækisins. Var konan því boðuð á fund til þess að fara yfir þá stöðu sem upp var komin á vinnustaðnum. Nokkrum klukkustundum eftir að þeim fundi lauk bárust enn frekari hótanir til samstarfsmannsins frá barnsföður konunnar. Forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að skilaboðin væru þess eðlis að konan hefði veitt barnsföður sínum trúnaðarupplýsingar af fundinum. Fyrir dómi sagðist framkvæmdastjórinn þá hafa litið svo á að umræddar hótanir hefðu ekki aðeins sett samstarfsmanninn í hættu heldur starfsemi fyrirtækisins. Hafði hann þá talið að ekki kæmi til greina að konan starfaði áfram hjá fyrirtækinu. Því hafi verið ákveðið að segja henni upp störfum. Hafi aðeins hringt til að biðja hann um að hætta hótunum Konan taldi að uppsögn hennar hefði verið ólögmæt. Umræddar hótanir hafi verið henni óviðkomandi og ekki settar fram fyrir hennar tilstilli eða vilja. Háttsemi hennar að hringja í barnsföður hennar, upplýsa hann um að hún hafi heyrt af hótunum hans og beiðni um að láta af þeim gæti ekki fallist undir skilyrði riftunar ráðningarsambands hennar og fyrirtækisins. Krafðist hún þess að fá greiddar rúmlega þrjár milljónir krína vegna ógreiddra launa auk tíu milljónir króna í skaðabætur. Fyrirtækið krafðist sýknu í málinu og byggði það á því að um hafi verið að ræða alvarlegar hótanir. Þá hélt fyrirtækið því fram fyrir dómi að aldrei hafi staðið til að segja konuninni upp á umræddum fundi sem minnst var á hér að ofan. Markmiðið hafi verið að fá hana til samvinnu um lausn á því vandamáli sem hótanir barnsföður hennar væru. Eftir að hótanir bárust skömmu eftir fundinn sem báru það með sér að konan hefði veitt barnsföður hennar upplýsingar um það sem fram kom á fundinum hafi ekki verið annað í stöðunni en að segja konunni upp. Gat ekki gefið trúverðugar skýringar Í dómi Héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar í málinu að konan hafi hafi á þessum tíma, rúmu ári eftir gerð samskiptasamnings, rætt við barnsföður sinn um atvikið með þeim hætti að hann taldi sig ítrekað þurfa að senda samstarfsmanni stefnanda alvarlegar hótanir, meðal annarrs um líkamsmeiðingar. Engin trúverðug skýring hafi komið fram af hálfu hennar hvers vegna svo „heiftúðug skilaboð“ tóku skyndilega að berast frá barnsföður hennar sem hún var í samskiptum við á sama tíma þegar svo langur tími var liðinn frá atvikinu. Ekki hafi hún aðeins gert samkomulag um að ræða ekki við óviðkomandi um atvikið sem sátt hafði verið gerð um heldur verði að telja í ljósi grófleika hótananna og tímasetningu þeirra ótrúverðugt að hún hafi ekki rætt það sérstaklega við barnsföður sinn. Ásamt því að greina honum efnislega frá fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem málið var rætt. Þar með beri hún ábyrgð á því að barnsfaðir hennar hóf að senda umræddar hótanir, þó ekkert verði fullyrt um hvort henni hafi verið kunnugt um efni þeirra. „Þegar atvik málsins eru metin heildstætt, atburðarásin og alvarleiki þeirra hótana sem höfðu borist, ásamt broti stefnanda á samskiptasamningnum, verður að telja að svo alvarleg staða hafi verið komin upp í starfsemi stefnda að honum hafi verið rétt að rifta ráðningarsamningi sínum við stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms sem sýknaði fyrirtækið af kröfum konunnar.
Dómsmál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira