Kynnir litaflokkun til leiks á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2022 14:31 Hakið fræga má sjá hér á myndinni. Í næstu viku verða hökin litaflokkuð. Getty/NurPhoto/Nikolas Kokovlis Twitter hyggst taka í gagnið litaflokkuð hök við reikninga á Twitter sem gefa til kynna að um hinn rétta aðila sé um að ræða á bak við viðkomandi reikning. Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Elon Musk, forstjóri og eigandi Twitter, tilkynnti um þetta á Twitter í morgun. Þar segir hann að hökin verði tekin í gagnið frá og með föstudeginum í næstu viku. Skömmu eftir kaup Musk á Twitter gerði fyrirtækið tilraun með að notendur gætu keypt sér hið þekkta bláa hak, sem áður var einungis í boði fyrir aðganga þekktra einstaklinga, fjölmiðla, opinberra embætta og stofnana. Segja má að sú tilraun hafi mistekist hrapallega. Nú mun hakið snúa aftur, en í mismunandi litum eftir því hver stendur á bak við reikninginn. Þannig mun gullitað hak vera í boði fyrir fyrirtæki, grátt hak fyrir stofnanir og hið þekkta bláa hak fyrir einstaklinga. Hver og einn reikningur verður auðkenndur handvirkt af Twitter áður en að hakinu verður útdeilt. „Sársaukafullt en nauðsynlegt,“ segir Musk á Twitter. Sorry for the delay, we re tentatively launching Verified on Friday next week. Gold check for companies, grey check for government, blue for individuals (celebrity or not) and all verified accounts will be manually authenticated before check activates. Painful, but necessary.— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Ekki fylgir sögunni hvort að hægt verði að greiða fyrir það að fá auðkenningu líkt og prófað var á dögunum. Musk hefur á þeim örfáum vikum sem hann hefur átt Twitter gert ýmsar breytingar á fyrirtækinu. Þar á meðal verður öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku.
Samfélagsmiðlar Twitter Bandaríkin Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira