Musk hleypir nær öllum sem voru bannaðir aftur á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2022 08:26 Öfgamenn, tröll og eineltisseggir hugsa sér nú gott til glóðarinnar þar sem þeim verður öllum hleypt aftur á Twitter í næstu viku. AP/Gregory Bull Öllum þeim notendum á Twitter sem hafa verið bannaðir fyrir nær hvaða sakir sem er verður hleypt aftur á samfélagsmiðilinn í næstu viku. Elon Musk, eigandi Twitter, ákvað þetta eftir óformlega skoðanakönnun. Musk lýsti aðgerðinni sem „sakaruppgjöf“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir væru fylgjandi henni eða ekki. Þegar 72% höfðu lýst sig fylgjandi lýsti hann því yfir að bönnuðu notendunum yrði endurreistir í næstu viku en þó ekki þeir sem hefðu brotið lög eða staðið fyrir „svívirðilegum amapóstum“. AP-fréttastofan segir að skoðanakannanir sem þessar séu langt því vísindalegar og að auðvelt sé fyrir tölvuyrki (e. bot) að hagræða niðurstöðunum. Musk hafði sama háttinn á þegar hann ákvað að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á Twitter um síðustu helgi. Trump hafði verið bannaður fyrir að hvetja til árásarinnar á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Sérfræðingar í netöryggi segja að ákvörðun Musk um að endurreisa bönnuðu reikningana muni leiða til vaxandi áreitni, hatursorðræðu og upplýsingafalsi á Twitter. Musk virðist taka það álit heimildarmanna AP óstinnt upp því hann svaraði tísti fréttastofunnar með fréttinni í kaldhæðnislegum tóni og sagði Twitter aldrei geta keppt við AP í upplýsingafalsi. AP is such an expert in misinformation. Twitter couldn t hope to compete!— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Rasismi, gyðingahatur og annar sori hefur þegar aukist á Twitter eftir kaup Musk á miðlinum, meðal annars vegna þess að glundroða sem stórfelldar uppsagnir hafa skapað. Musk sjálfur tísti nýlega hómófóbískri samsæriskenningu um árás á eiginmann forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en eyddi því síðar án útskýringa eða afsökunarbeiðni. Stórir auglýsendur hafa yfirgefið Twitter fyrir vikið þar sem þeir vilja ekki láta bendla vörumerki sín við vafasamt efni. Síðustu vikur hefur Musk ítrekað tekið þátt í umræðum með notendum af ysta hægrijaðrinum og tekið undir umkvartanir þeirra um að fyrri stjórnendur Twitter hafi ritskoðað þá. Fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði hvatti Musk fylgjendur sína til þess að kjósa repúblikana. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Musk lýsti aðgerðinni sem „sakaruppgjöf“ og spurði fylgjendur sína hvort þeir væru fylgjandi henni eða ekki. Þegar 72% höfðu lýst sig fylgjandi lýsti hann því yfir að bönnuðu notendunum yrði endurreistir í næstu viku en þó ekki þeir sem hefðu brotið lög eða staðið fyrir „svívirðilegum amapóstum“. AP-fréttastofan segir að skoðanakannanir sem þessar séu langt því vísindalegar og að auðvelt sé fyrir tölvuyrki (e. bot) að hagræða niðurstöðunum. Musk hafði sama háttinn á þegar hann ákvað að hleypa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, aftur á Twitter um síðustu helgi. Trump hafði verið bannaður fyrir að hvetja til árásarinnar á bandaríska þinghúsið 6. janúar í fyrra. Sérfræðingar í netöryggi segja að ákvörðun Musk um að endurreisa bönnuðu reikningana muni leiða til vaxandi áreitni, hatursorðræðu og upplýsingafalsi á Twitter. Musk virðist taka það álit heimildarmanna AP óstinnt upp því hann svaraði tísti fréttastofunnar með fréttinni í kaldhæðnislegum tóni og sagði Twitter aldrei geta keppt við AP í upplýsingafalsi. AP is such an expert in misinformation. Twitter couldn t hope to compete!— Elon Musk (@elonmusk) November 25, 2022 Rasismi, gyðingahatur og annar sori hefur þegar aukist á Twitter eftir kaup Musk á miðlinum, meðal annars vegna þess að glundroða sem stórfelldar uppsagnir hafa skapað. Musk sjálfur tísti nýlega hómófóbískri samsæriskenningu um árás á eiginmann forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en eyddi því síðar án útskýringa eða afsökunarbeiðni. Stórir auglýsendur hafa yfirgefið Twitter fyrir vikið þar sem þeir vilja ekki láta bendla vörumerki sín við vafasamt efni. Síðustu vikur hefur Musk ítrekað tekið þátt í umræðum með notendum af ysta hægrijaðrinum og tekið undir umkvartanir þeirra um að fyrri stjórnendur Twitter hafi ritskoðað þá. Fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði hvatti Musk fylgjendur sína til þess að kjósa repúblikana.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. 19. nóvember 2022 13:49