Enski boltinn

Ís­lands­vinurinn Ratclif­fe mun bjóða í Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jim Ratcliffe hefur haldið með Manchester United alla sína ævi. Hann stefnir nú á að eignast félagið.
Jim Ratcliffe hefur haldið með Manchester United alla sína ævi. Hann stefnir nú á að eignast félagið. Getty/Matthew Lloyd

Hinn moldríki Sir Jim Ratcliffe hefur á lífsleiðinni keypt margar jarðir hér á landi og stefnir nú á að kaupa Manchester United.

Nýverið var greint frá því að Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, væri opin fyrir því að selja félagið. Annað hvort að hluta eða í heild sinni ef nægilega gott tilboð myndi berast. The Telegraph greinir nú frá því að Ratcliffe, sem hefur haldið með Man Utd frá blautu barnsbeini, sé tilbúinn að festa kaup á félaginu.

Ratcliffe hafði samband við núverandi eigendur Man United í ágúst á þessu ári þegar orðrómar fóru á kreik um að Glazer-fjölskyldan væri að íhuga að selja félagið. Ratcliffe hefur í gegnum fyrirtæki sitt Ineos fjárfest í franska knattspyrnuliðinu Nice, Formúlu 1 liði Mercedes og hjólreiðum.

Gæti svo farið að næsta stóra fjárfesting verði Manchester United en talið er að félagið muni kosta rúmlega fimm milljarða punda. Það kemur þó fram í frétt Telegraph að Ratcliffe sé ekki tilbúinn að fara í verðstríð fari svo að aðrir fjárfestar séu tilbúnir að rífa upp veskið.


Tengdar fréttir

Útskýrir áhuga landeiganda á Íslandi á því að eignast Manchester United

Manchester United þarf á nýjum eigendum að halda. Því eru flestir sammála um nema kannski núverandi bandarískir eigendur. Nýjustu fréttir af hugsanlegum kaupanda ættu að gleðja stuðningsmenn félagsins en einn af aðalfréttamönnum Sky Sports útskýrði áhuga ríkasta manns Bretlandseyja að félaginu.

Jarðeigandi á Íslandi með tilboð í Chelsea

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, sem þekktur er hérlendis fyrir jarðakaup sín, hefur bæst í hóp þeirra sem lagt hafa fram tilboð í enska knattspyrnufélagið Chelsea.

Íslandsvinurinn valdi formúlu eitt frekar en ensku úrvalsdeildina

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×