Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 09:00 Björgvin Páll Gústavsson sló í gegn á Ólympíuleikunum í Peking. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Björgvin var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpinu Stórasta landið þar sem fjallað er um framgöngu íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland komst þar alla leið í úrslit og vann til silfurverðlauna. Íslendingar spiluðu átta leiki í Peking og farið verður yfir hvern þeirra í einum þætti af Stórasta landinu. Björgvin spilaði sinn fyrsta landsleik 2003 en fór ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en fimm árum seinna. Það voru Ólympíuleikarnir í Peking en það þótti nokkuð umdeilt þegar Guðmundur Guðmundsson valdi Björgvin fram yfir Birki Ívar Guðmundsson. Björgvin Páll ræðir við Sigfús Sigurðsson. Björgvin Páll var þarna á sínu fyrsta stórmóti en Sigfús á því síðasta.vísir/vilhelm „Birkir Ívar hafði verið þarna í svolítið langan tíma. Mjög góður og stöðugur markvörður en við höfðum verið í smá brasi með markvörsluna á mótunum á undan og mér leið smá eins og ég ætti að vera x-faktor. Það var smá óvissa sem fylgdi mér. Það var hroki og egó í mér og ég var ekkert smeykur við þetta,“ sagði Björgvin sem hefur farið á öll stórmót frá Ólympíuleikunum í Peking. Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Peking en Björgvin byrjaði ekki í markinu, heldur Hreiðar Levý Guðmundsson. Björgvin kom hins vegar inn á í fyrri hálfleik en var lengi í gang. „Við vorum í brasi í vörninni en sérstaklega við markverðirnir. Ég held við höfum varið tvo bolta í fyrri hálfleik. Hreiðar byrjaði leikinn en komst ekki í takt. Svo kom ég inn á en komst heldur ekki í takt,“ sagði Björgvin. En eitt varið skot breytti öllu fyrir hann. „Ég náði að verja bolta þegar það voru svona fimmtán sekúndur eftir af fyrri hálfleik og það gerði það kannski að verkum að ég byrjaði þann seinni. Ég hugsaði, þetta er fyrsti leikurinn og ef ég kem núna verður framhaldið auðveldara. Aðeins að sýna hver ég er. Það var í kollinum þegar ég byrjaði seinni hálfleikinn.“ Björgvin var mun betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og Ísland vann tveggja marka sigur, 33-31. Og þar með byrjaði boltinn að rúlla. Hlusta má á fyrsta þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Stórasta landið Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira