Hægt er að horfa á tónleikana hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og hlusta á Bylgjunni.
Glæsileg tónleikaröð
Tónleikarnir með Sycamore Tree eru númer fjögur í röðinni í Bylgjan órafmögnuð þetta árið. Búið er að sýna tónleika með Jóni Jónssyni, Mugison og Bjartmari og Bergrisunum. Hér að neðan má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar:
- 3. nóvember: Jón Jónsson
- 10. nóvember: Mugison
- 17. nóvember: Bjartmar Guðlaugs og Bergrisarnir
- 24. nóvember: Sycamore Tree
- 1. desember: GDRN og Magnús Jóhann
- 8. desember: Björgvin Halldórs, Svala og Krummi
Vala Eiríks, dagskrágerðarkona á Bylgjunni, heldur utan um dagskrá og spjallar við tónlistarmennina á sviðinu.
