Segir krónutöluhækkanir gætu jafngilt kaupmáttarrýrnun hjá stórum hópum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 07:53 Friðrik segir lága arðsemi háskólamenntunar mögulega eina skýringu lægra menntunarstigs þjóðarinnar. Stöð 2/Arnar Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir kaupmátt láglaunafólks hafa hækkað sexfalt á við aðra frá gerð lífskjarasamningsins. Hann segir að ef krónutöluhækkanir verða aftur ráðandi við gerð kjarasamninga gæti það jafngilt kaupmáttarrýrnun fyrir stóran hluta launafólks. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM. Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu segir Friðrik að á meðan kaupmáttaraukning hjá félagsfólki ASÍ í Reykjavík hafi verið um 50 prósent á tímabilinu mars 2019 til janúar 2022, hafi kaupmáttur sérfræðinga BHM hjá ríkinu aukist um 11 prósent og iðnfélaga ASÍ á almennum markaði um 8 prósent. „Fyrirséð er að sú kaupmáttaraukning muni jafnvel þurrkast út á árinu 2022,“ segir Friðrik. Hann segir vandséð að umrædd stéttarfélög fái umboð til „slíkra afarkosta“. Efling hefur krafist krónutöluhækkunar upp á 167 þúsund krónur á þremur árum fyrir alla sína félagsmenn. Ef marka má skrif Friðriks er þó síður en svo almenn sátt með það innan verkalýðshreyfingarinnar að sækja aftur krónutöluhækkun. „Meginmarkmið krónutöluhækkana lífskjarasamningsins var að leiðrétta kjör lágtekjuhópa sem höfðu borið hitann og þungann af miklum hagvexti í lágframleiðnigreinum. Að mörgu leyti nauðsynleg og skiljanleg krafa á þeim tíma en nú er enn og aftur krafist krónutöluhækkana,“ segir hann. „Vafasamar fullyrðingar fylgja um slæma stöðu launafólks á Íslandi og tekjuójöfnuð. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttarvegin meðallaun voru með þeim hæstu í heimi á árinu 2021 og hærri en á öðrum Norðurlöndum.“ Friðrik segir „einhverja“ hafa stigið fram á síðustu misserum og haft í frammi „gífuryrði um stéttastríð, sjálftöku og óhófleg kjör svokallaðs „sérfræðingaveldis“. Staðreyndin sé hins vegar sú að það sé lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. „Staðreyndin er hins vegar sú að það er lítið að hafa upp úr háskólamenntun á Íslandi. Arðsemi háskólamenntunar er um 40% minni hlutfallslega en að meðaltali innan OECD og mun minni en á Norðurlöndum. Sumir sérfræðingar starfa á afslætti fyrir samfélagið og þá sérstaklega í þeim störfum sem hafa enga hliðstæðu á almennum markaði,“ segir Friðrik. Að óbreyttu muni vanmat á menntun skapa samfélagsvanda á Íslandi. Það sé ekki bara vandamál BHM.
Kjaramál Vinnumarkaður Háskólar Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira