Margdæmdum skattsvikara gert að greiða 130 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 07:01 Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar er dæmdur fyrir skattalagabrot. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns. Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar hlýtur dóm fyrir skattalagabrot. Árið 2015 hlaut hann dóm fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum né staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá var hann einnig dæmdur árin 2011 og 2012 fyrir sambærileg skattalagabrot. Héraðsdómur kvað upp dóm sinn hinn 10. nóvember síðastliðinn. Aftur er Jóni Arnari gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu í einkahlutafélagi. Hann var daglegur stjórnandi félagsins með prókúru og skráður stjórnarformaður þess. Játaði brotin skýlaust Honum var einnig gefið að sök að hafa eigi staðið skil á staðgreiðsluskilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda rekstrarárið 2020 og í janúar, febrúar, maí og ágúst rekstrarárið 2021. Þá hafi hann vanrækt að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélagsins. Jón Arnar játaði brot sín skýlaust og taldi dómurinn ekki efni til að efast um gildi játningarinnar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi nú fjórum sinnum verið sakfelldur fyrir umfangsmikil, meiri háttar brot gegn skattalögum. Á móti komi að hann hafi játað umbúðalaust. Með hliðsjón af atvikum þótti dómara refsing hæfilega ákveðin 24 mánuði, þar af 21 mánuður skilorðsbundinn. Eins og fyrr segir ber honum að greiða rúma 131 milljón í sekt, innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Þá ber honum einnig að greiða málsvarsþóknun verjanda síns, 279 þúsund krónur.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira