„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sitt lið í kvöld. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. „Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
„Við töpuðum fyrir betra liðið. Við vorum að elta þá allan leikinn og það vantaði upp á vörnina, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum í miklu veseni með þá,“ sagði Snorri í samtali við Vísi eftir leikinn. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleikinn, 16-18, þar sem Valur stóð heldur betur uppi í hárinu á Flensburg. „Þetta þróaðist ágætlega. Við vissum það svo sem fyrirfram að öll mistök og færi sem færu í súginn væru dýr og það kom á daginn. En við fengum þær stöður sem við sóttumst eftir en við hefðum þurft betri varnarleik og markvörsluna til að fylgja með til að gera þetta að alvöru leik,“ sagði Snorri. Flensburg dró markvisst úr hraðanum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Það breyttist svo sem ekkert. Þetta eru góðir leikmenn og þeir lásu okkar varnarleik betur. Við náðum ekki þeim stoppum og fríköstum sem við vildum fá. Við prófuðum 5-1/3-2-1 vörn en það gekk ekki. Við vorum í veseni í vörninni, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Snorri. Origo-höllin var troðfullt í kvöld og Snorri naut þess að sjá liðið sitt á þessu stóra sviði þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. „Bara gæsahúð. Þetta eru forréttindi, engin spurning. Auðvitað er maður svekktur með að tapa leik. En ég tek ekkert af mínum mönnum. Þeir voru frábærir í kvöld og það var ekki mikið eftir á tankinum hjá einum eða neinum. Ég gat ekki beðið um meira,“ sagði Snorri. „Við vorum bara að spila á móti góðu liði og það er ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann. Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Stemmningin og umgjörðin var svo í heimsklassa og algjörlega magnað að fá að upplifa þetta með sínu uppeldisfélagi. En það góða við þetta er að það eru fleiri heimaleikir eftir. Við bökkum ekkert með okkar markmið. Við ætlum upp úr riðlinum og því fleiri leiki með svona stemmningu sem við fáum því auðveldara verður það.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira