„Ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 21:58 Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg er liðið lagði Val í Evrópudeildinni í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Flensburg með sjö mörk er þýska stórliðið vann fimm marka sigur gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur var gestur í setti að leik loknum. Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum. Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum.
Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30
„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54